Bóluefnapassinn í örflögu undir húð

frettinErlent

Í Svíþjóð hefur verið þróuð tækni sem gerir einstaklingum kleift að fá örflögu greypta undir húðina sem meðal annars getur geymt staðfestingu á bólusetningu. Einstaklingur þarf því ekki lengur að framvísa upplýsingum um slíkt á pappír eða í síma. Örflöguna má skanna eins og strikamerki.

Aftonbladet segir frá.

Ef yfirvöld ýmissa ríkja standa við fyrirheit sín um skyldubólusetningu og ef trúa má spá forstjóra Pfizer um að sennilega muni vera talin þörf á árlegri bólusetingu þá má telja líklegt að tækni eins og örflögur breiðist út svo þeir sem mega taka þátt í samfélagi manna geti á sem auðveldastan hátt sannreynt bólusetningarstöðu sína. Í Þýskalandi þurfa lögreglu- og hermenn þá ekki að segja „Zeig Mir Deine Papiere“.

Þá var einnig grein um örflugur undir húð í LifeSite news árið 2019 sem notaðar eru sem skilríki, greiðslukort, hurðaopnari og fleira.

Þáttastjórnandinn Russel Brand fjallaði einnig um málið 16. janúar síðastliðinn sem má sjá hér að neðan.