Uppljóstrun: Alberta í Kanada flokkar fjölda dauðsfalla bólusettra sem óbólusett dauðsföll

frettinErlent1 Comment

Alberta fylki í Kanada birti heilsufarsgögn nú í janúar sem sýndu að meira en helmingur af dauðsföllum bólusettra einstaklinga höfðu verið flokkuð sem dauðsföll óbólusettra.

Stjórnvöld í Alberta komu sjálf upp um blekkinguna sem hafði verið í gangi með því að birta gögnin fyrir slysni. Kom þá fram staðfesting á því hvernig heilbrigðisyfirvöld vinna Covid-19 tölfræðina.

Málið snýst um það hvernig yfirvöld hafa tekið atvik sem varða bólusetta (smit, innlagnir á sjúkrahús og dauðsföll) og sem átt hafa sér stað fyrstu 14 dagana eftir bólusetningu og skráð þau sem atvik sem varða óbólusetta (ósprautaða).

Þarna er staðfest að yfirvöld í Kanada eins og annars staðar í heiminum eru að upphefja ágæti bóluefnanna með því að fylgja því sama og framleiðendur bóluefnanna hafa gert og byggt eigin rannsóknarniðurstöður á. Að hunsa skaðlegar aukaverkanir bóluefnanna fyrstu 14 dagana eftir að þeim er sprautað í fólk.

Með þessu hafa stjórnvöld í heiminum náð tvennu fram, að fjölga þeim sem eru skráðir óbólusettir hverju sinni og skráð smit, innlagnir og dauðsföll nýsprautaðra í flokk óbólusettra.

Stjórnvöld á Íslandi stunda sömu blekkingarnar með því að skrásetja ekki fólk sem bólusett fyrr en liðnir eru 14 dagar frá því það var sprautað hverju sinni eins og fram kemur í þessari frétt.

Eyddu gögnunum en þau höfðu verið varðveitt

Þegar stjórnvöld í Alberta sáu hvað gerst hafði, eyddu þau gögnunum snarlega af vefnum. En vegna notenda eins og t.d. Metatro, sjá hérna á Twitter, varðveittust gögnin.

Það sem gerðist var að við síðustu Covid-19 uppfærslu á gögnum fylkisins deildu stjórnvöld í Alberta líka því sem hafði verið gert til að hagræða tölum varðandi Covid-19 smit, sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll.

Þannig að fólk sem hafði smitast, lagst inn á sjúkrahús og látist innan tveggja vikna eftir fyrsta, annan og þriðja skammtinn af bóluefni var skráð sem það hefði látist sem óbólusett.

Það er þessum eyddu gögnunum að þakka að hægt er að sjá hversu mörg tilfelli hafa verið skráð röng og af tölunum er hægt að sjá að helmingnum af dauðsföllum bólusettra hafði verið bætt við dauðsföll óbólusettra.

Dauðsföll – 56% innan 14 daga frá bólusetningu

Á myndinni hér fyrir neðan sést að 56% skráðra Covid-19 dauðsfalla meðal bólusettra áttu sér stað innan tveggja vikna frá bólusetningu og 95% dauðsfalla innan 45 daga, sem er athyglisvert vegna þess að það er það tímabili sem haldið er fram að sé tímaramminn fyrir bóluefnið að virka.

Innlagnir á sjúkrahús – 47,6% innan 14 daga frá bólusetningu

Það er sama með innlagnir á sjúkrahús. Um helmingur alvarlegra tilfella, 47,6%,  meðal bólusettra átti sér stað innan tveggja vikna gluggans, sem þýðir að þau voru enn talin óbólusett í opinberri skráningu. 80% allra alvarlegra tilfella áttu sér stað á fyrstu 45 dögunum eftir bólusetningu.

 

Smit – 39,4% innan 14 daga frá bólusetningu

Gögnin sýndu að Covid-19 smit eftir bólusetningu fylgdu einnig svipaðri línu. Hlutfallið fyrstu tvær vikurnar var lægra en sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll eða 39,6%. Það er andstætt þeirri fullyrðingu stjórnvalda að bólefnin verndi sérstaklega gegn alvarlegum veikindum.

Þrátt fyrir að það væri svo að forgangsröðun sjúkra og aldraðra í upphafi bólusetningaherferðarinnar væri  þáttur í auknum dauðsföllum umfram sjúkrahúsinnlagnir og svo í framhaldinu auknar sjúkrahúsinnlagnir umfram smit, þá er engu að síður augljóst að bólusetningin gerði ekkert til að vernda fólkið. Hver var þá tilgangurinn með þessum bólusetningum?

Hér í lokin er línurit yfir þróun smita frá því bólusetningarherðferðin hófst og það er nokkuð áhugavert, því smitum fækkar ekkert, eins og sjá má.

Heimildir:

Thetrudefender

Metatron

One Comment on “Uppljóstrun: Alberta í Kanada flokkar fjölda dauðsfalla bólusettra sem óbólusett dauðsföll”

Skildu eftir skilaboð