Vörubílalest kanadískra flutningabílstjóra er á leið frá Vancouver á austurströnd Kanada til höfuð-borgarinnar Ottawa, til að mótmæla Covid bólusetningaskyldu vörubílstjóra sem hefur haft neikvæð áhrif á vöruflutningaiðnaðinn og vöruframboð í verslunum. Vörubílstjórarnir eru um 50 þúsund talsins, bílalestin um 70 kílómetra löng og akstursvegalengdin um 4400 kílómetrar.
Mótmælin hafa verið kölluð „Frelsisbílalestin“ og lagði lestin af stað frá Vancouver á sunnudag og reiknað með að hún verði komin til Ottawa 29. janúar, að því er Reuters greindi frá. Mótmælin beinast einnig gegn bólusetningapössum og lokunaraðgerðum í landinu.
„Við erum friðsælt land sem hefur hjálpað til við að vernda þjóðir um allan heim gegn harðstjórnar-ríkjum sem kúguðu fólkið sitt og nú virðist það sama að vera gerast hér,“ segir hópurinn. „Við förum með baráttu okkar alla leið upp að dyrum alríkisstjórnarinnar og krefjumst þess að hún stöðvi alla bólusetningaskyldu.“
,,Lítil fyrirtæki hafa verið eyðilögð, heimili hafa verið eyðilögð og fólki er misþyrmt og neitað um grunnþarfir til að geta lifað. Það er skylda okkar Kanadamanna að binda endi á þessar skyldu-bólusetningar.“
Hópurinn hafði safnað 4.661.960 kanadískum dölum af 5.000.000 dala markmiði sínu síðdegis á þriðjudag.
Heimild.
One Comment on “70 km. löng vörubílalest á leið til Ottawa – harðstjórn og skyldubólusetningum mótmælt”
Rúmum hundrað árum eftir að Kanadamenn mótmæltu skyldubólusetningum með bóluefnum sem drógu um 55.000 manns til dauða undir merkjum frægustu flensu fyrr og síðar að þá mótmæla Kanadamenn enn á ný.
Mótmæla aðgerðum glórulausra stjórnmálamanna, í krafti ráðlegginga frá óhæfum og spilltum sérfræðingum í vinnu hjá ríki og í einni sæng með spilltum gróðraröflum sem svífast einskis með heilsu, líf og limi almennings.
Er ekki kominn tími til að dusta rykið af sögu sem fallin er í gleymskunnar dá?
Það er upprifjun sem gæti orðið afar óþægileg þeim sem hafa dregið vagn þessa brjálæðis undanfarin 2 ár.
https://www.ryerson.ca/alumni/news-and-stories/2020/09/a-look-at-pandemics-in-canada/