Justin Trudeau: ,,vörubílalestin með óviðeigandi skoðanir sem endurspegla ekki þjóðina“

frettinErlentLeave a Comment

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, gagnrýnir „jaðarskoðanir“ þeirra sem styðja eina lengstu vörubílalest sögunnar sem lagði upp í 4400 km. ferðalag á sunnudaginn, frá Vancouver til höfuðborgarinnar Ottawa í Kanada, í mótmælaskyni við COVID-19 bólusetningaskyldu og bólusetningapassa.

„Hinn litli jaðarminnihluti fólks sem er á leið til Ottawa er með óviðunandi skoðanir sem það tjáir nú og endurspegla ekki skoðanir Kanadamanna sem hafa verið til staðar fyrir hvern annan, sem vita það að fylgja vísindunum og standa vörð um hvert annað er besta leiðin til að halda áfram að tryggja frelsi okkar, réttindi okkar, gildi okkar sem lands,“ sagði Trudeau á miðvikudag.

Reiknað er með að bílalestin komi til Ottawa seinni partinn í dag eða laugardag.

Benjamin Dichter forsprakki vörubílstjóranna og mótmælalestarinnar sagði í viðtali við FOX sjónvarpsstöðina Fox að vörubílstjórarnir vildu fyrst og fremst losna við skyldubólusetningu og bólusetninga-passana sem þarf að sýna þegar farið er yfir landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Hann sagði einnig að Kanadamenn væru að horfa upp á landið sitt breytast í harðstjórnarríki.

Benjamin sagði frá því þegar hann fór í fyrsta sinn yfir landamærin eftir að bólusetningapassinn tók gildi og hafi ætlað að sýna landamæraverðinum QR kóðann í símanum sínum. Vörðurinn sagði að hann þyrfti ekki að sjá símann, hann hafi þegar séð hann í kerfinu, síminn kæmi sem sagt upp á skjánum og væri tengdur bólusetningapassanum.

Landamæraverðirnir sjá sem sagt á skjánum hverjir eru að koma að landamærunum áður en þeir eru í raun komnir þangað og Benjamin spyr sig hvað komi þá í veg fyrir að ríkisstjórn Kanada notaði sama kerfið innanlands og spyr einnig hvort Kanada og Bandaríkin ætli að skiptast á gögnum sín á milli.

Viðtalið við Benjamin Dichter og orðræðu forsætisráðherrans má sjá í þessu myndbandi:


Skildu eftir skilaboð