Rannsóknir á frumstigi gefa til kynna að vinsælt ógeðvirkt efnasamband sem unnið er úr kannabis geti hugsanlega varnað eða læknað COVID-19 og gefa tilefni til ítarlegra klínískra rannsókna að sögn rannsakenda.
Marsha Rosner við háskólann í Chicago leiddi teymi sem komst að því að CBD virtist gagnast við að hefta SARS-CoV-2 í sýktum frumum í tilraunum á rannsóknarstofu. „Niðurstöður okkar nægja ekki til að staðhæfa að þetta muni virka hjá sjúklingum. En niðurstöður okkar hvetja eindregið til klínískrar rannsóknar,“ sagði hún.
Rosner og félagar notuðu mikið hreinsað CBD í litlum skömmtum, svipað og þegar hefur verið samþykkt til inntöku fyrir sjúklinga með alvarlega flogaveiki, en niðurstaðan var sú að CBD kom ekki í veg fyrir að kórónaveiran smitaði frumur í tilraunaglösum.
Þess í stað fór það að virka fljótlega eftir að veiran braust inn í frumurnar og hindraði hana í að fjölga sér, að hluta til með verkan á bólgupróteinið interferón. Samkvæmt skýrslu í Science Advances fundu þeir svipaða verkan hjá sýktum músum,
Við athugun á hópi fullorðinna með alvarlega flogaveiki komust vísindamennirnir að því að þeir sem tóku hið samþykkta CBD lyf voru með lægri tíðni COVID-19. En eftirá að hyggja nægir ekki athugun á svo litlum hópi sjúklinga til að komast að óyggjandi niðurstöðu. Aðeins klínískar rannsóknir með handahófsvali geta gert það, sagði Rosner.
Ég veit að fólk var að vonast eftir öðrum tíðindum frá mér, sagði hún. Teymi hennar komst að þeirri niðurstöðu að litlir skammtar af tetrahýdrókannabínóli (THC) - marijúana innihaldsefninu sem veldur vímu - kannabídíólsýru (CBDA), kannabídívarín (CBDV), kannabíchromene (CBC) og kannabígeról (CBG) hindruðu ekki veiruna frá frumunum né komu í veg fyrir að hún fjölgaði sér. Ekki nóg með að THC virkaði ekki, heldur kom það í veg fyrir að CBD virkaði þegar því var blandað við CBD,“ sagði Rosner.
Lækning við Covid fæst ekki í CBD lyfjabúðinni
Annað teymi greindi nýlega frá því í Journal of Natural Products að CBG og CBDA í stórum skömmtum geti komið í veg fyrir að kórónuveiran brjótist inn í frumur. Richard van Breemen frá Oregon State háskólanum sagði við Reuters að skammtarnir sem teymi hans prófaði væru ekki eitraðir fyrir frumur. Teymi hans segir ekki enn vera ekki ljóst hvort álíka stórir skammtar séu öruggir fyrir menn.
Rosner segir: „Æskilegt er að nota minnsta skammt mögulegan sem virkar,“ vegna hugsanlegra aukaverkana, þar sem lyfið hreinsast úr líkamanum gegnum lifrina. Teymi hennar prófaði CBD í rúmlega 98% styrkleika en styrkur efnisins á almennum markaði er miklu minni. Fólk ætti ekki að hlaupa út í eftirlætis lyfjabúðina sína og fá sér CBD, sagði hún.
Fjölbreyttar CBD vörur fást nú víða og þeim hefur verið hampað sem meðferð við verkjum og öðrum kvillum, oft án neinnar sönnunar úr klínískum rannsóknum.
Rannsókn var gerð í Brasilíu og hefur komist að niðurstöðu. Í henni fengu 105 sjúklingar valdir af handahófi með væg eða miðlungs Covid-19 einkenni ýmist CBD eða lyfleysu í 14 daga ásamt hefðbundinni umönnun. Samkvæmt októberskýrslu í Cannabis and Cannabinoid Research virtist CBD-ið ekki hafa nein augljós áhrif. Í staðfestri rannsókn frá Sheba Medical Center í Ísrael er sjúklingum með væg Covid einkenni gefið CBD eða lyfleysa með handahófsvali.
Rannsókn á fyrstu stigum sem fer fram hjá Rabin Medical Center og einnig í Ísrael, miðar að því að prófa áhrif CBD hjá alvarlega eða bráðveikum sjúklingum. Stjórnandi rannsóknarinnar, Dr. Moshe Yeshurun, sagði hins vegar við Reuters að illa hafi gengið að fá nægilega marga sjúklinga til þátttöku vegna þess að „sjúklingar í núverandi Omicron-drifinni kórónubylgju eru flestir með væg eða miðlungsmikil einkenni sjúkdómsins.“
Teymi Rosner er að kanna möguleikann á klínískri rannsókn sem myndi líklega einbeita sér að einkennalausum eða vægum tilfellum af COVID. Á sama tíma er hún uggandi yfir að fjölmiðlar geri of mikið úr hugsanlegum kostum kannabínóíða sem geti valdið því að fólk velji frekar að taka inn CBD á eigin spýtur en hætti að nota grímur og fá bólusetningu.
„Okkur væri ljúft og kært að geta staðhæft“ að ákveðinn skammtur af kannabínóíðum geri gagn, sagði hún, en á þessu stigi eru bóluefni og önnur mótefnalyf betur fallin til að framkalla mótefni gegn sýkingu.