Forsætisráðherra Kanada og fjölskylda flúin af heimili sínu vegna mótmælanna

frettinErlent1 Comment

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, og fjölskylda hans hafa yfirgefið heimili sitt í Ottawa og flutt sig á leynilegan stað, að sögn CBC sjónvarpsstöðvarinnar í Kanada. Flutningurinn er gerður í öryggisskyni þar sem þúsundir streyma inn í höfuðborg Kanada um helgina í vörubílalest til að mótmæla skyldubólusetningum og bólusetningapössum. Vörubílstjórarnir hafa heitið því að yfirgefa ekki svæðið fyrr en skyldan hefur verið afnumin.

Skrifstofa forsætisráðherrans hefur sagt að hún muni ekki tjá sig um staðsetningu herra Trudeau af öryggisástæðum.

Yfirmaður kanadíska þingsins hefur varað við því að mótmælendur gætu mætt á heimili embættismanna, nokkuð sem Trudeau þekkir vel.

Fjöldi gangandi mótmælenda hafa einnig streymt inn á þingsvæðið þrátt fyrir mikið frost og kulda.

Bílalestin fékk til liðs við sig ökumenn og mótmælendur frá öllum fylkjum landsins sem í sumum tilfellum ferðuðust þúsundir kílómetra til að koma skilaboðum sínum til forsætisráðherrans sem eins og áður segir, er nú kominn í felur.

Heimild

Mynd af fjöldanum má sjá hér.


One Comment on “Forsætisráðherra Kanada og fjölskylda flúin af heimili sínu vegna mótmælanna”

  1. “Vörubílalestin sem endurspeglar ekki skoðanir þjóðarinnar” Þegar fólk úr öllum fylkjum mæta og eru að endurspegla skoðanir þjóðarinnar. Þessi maður er er alger glóbalistaræfill og flýr í felur. Núna eru að birtast myndbönd þar sem að verið er að dreifa nöglum á þjóðvegi landins til að reyna að stoppa lestina. Kanada að leggjast í nýjar lægðir að setja líf fólks í hættu á vegum landsins.

Skildu eftir skilaboð