Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu varðandi brot á sóttvarnarreglum á Bessastöðum og segir að misbrestur hafi orðið á að reglum um grímuskyldu hafi ekki verið fylgt við afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna í síðustu viku.
Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent af forseta Íslands á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag. Fjöldi gesta í salnum var vel yfir því sem samkomutakmarkanir leyfðu, sem þá voru 10 manns. Þá bar enginn þeirra grímu fyrir vitum sér eins og reglur kveða á um þegar ekki er hægt að halda fjarlægð. Tveggja metra reglan var í gildi í síðustu viku.
Forsetinn minnist ekki á brot um fjöldatakmarkanir í yfirlýsingu sinni, en gildandi reglur gerðu ráð fyrir hámark 10 manns í sama rými. Gera má ráð fyrir að um helmingi fleiri hafi verið við athöfnina af myndum að dæma sem birtar hafa verið frá atburðinum.
Mikillar óánægju hefur gætt vegna brota embættisins, því eins og vitað er hefur fjöldi manns til að mynda ekki komist í jarðarfarir ættingja vegna umræddra samkomutakmarkanna.
Forsetinn segir að um misskilning væri að ræða og má gera ráð fyrir að hann hafi ekki kynnt sér reglurnar og ekki heldur gestirnir eða embætti hans.
Yfirlýsingu forsetans má sjá hér að neðan:
„Því miður féll sá skuggi á viðburðinn að misbrestur varð á því að reglum um grímuskyldu væri fylgt. Eftir að gestir höfðu fengið sér sæti í salnum var grímunotkunar ekki krafist, en það samræmdist ekki gildandi sóttvarnarreglum. Ég ber ábyrgð á þeim misskilningi. Sömuleiðis var það misráðið af mér að fallast á undanþágu til að halda slíkan viðburð á Bessastöðum,“ skrifar Guðni.
„Frá upphafi faraldursins fyrir um tveimur árum höfum við hér einsett okkur að fylgja öllum tilmælum í hvívetna, fellt niður viðburði eða hagað þeim með breyttum hætti, og aldrei leitað undanþága í þeim efnum. Sá eða sú, sem gegnir embætti forseta Íslands, á að ganga á undan með góðu fordæmi. Nú fór svo að það sem helst hann varast vann, varð að koma yfir hann, eins og sálmaskáldið orti, eða sjálfsmark á lokakaflanum svo að notuð sé samlíking úr heimi boltaíþrótta. Ég biðst innilega afsökunar á þessum leiðu mistökum.“
6 Comments on “Guðni forseti biðst afsökunar á sóttvarnarbrotum – þekkti ekki reglurnar”
Hræsnin er orðin vandræðaleg, býst við að gengið verði jafnhart að þeim eins og sjálfstæðismönnum, verður ekki að vera jafnrétti og allt það? Nei það er bara á yfirborðinu svo er allt holt að innan.
don’t apologize, just resign and go, but if an apology is enough, then all murderers, thieves, drug dealers should be released from prison, and we should all stop paying taxes, because I am convinced that no one knows the rules. What a miserable excuse from a miserable man.
Ættum við ekki öll að fylgja þessu fordæmi? Ég held það, köstum grímunum enda er þær heilsuspillandi og auka á óttann í samfélaginu.
Daginn sem ríkisstjórnin tilkynnti afléttingar (og herta grímuskyldu) voru fjöldatakmarkanir líka brotnar. Of margir á fundinum, blaðamenn hefðu vel getað verið á fjarfundi eins og á upplýsingafundum með þríeykinu. En stjórnmálamenn vildu baða sig í sviðsljósinu og þurfu því fjölmiðla. Á fólk að taka þessum kjánareglum alvarlega?
Misbrestur, misráðið og miskilningur, er Georg Bjarnfreðarson mættur?
Staðreyndin er sú að margir í valdastöðum telja sig vera yfir reglur hafna, er ekki að segja að Guðni sé það, hann hefur a.m.a.k. beðist þjóðina afsökunar.
svo er þetta alger brandari með 1 og 2 metra regluna, staðreyndin er sú að margir vilja helst vera í hælunum á hver öðrum andandi ofan í hálsmálið á hvor öðrum. Það á bara að vera 2m. regla alltaf á meðan heimsfaraldur geisar.
Jesús viljiði ekki bara væla aðeins meira..?