Donald Trump, Elon Musk, Joe Rogan og Russel Brand senda ,,frelsislestinni“ báráttukveðjur

frettinErlentLeave a Comment

Á útifundi á laugardag, sendi fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vörubílstjórunum í Ottawa baráttukveðjur.

Trump hrósaði þátttakendum bílalestarinnar fyrir að „gera meira til að verja frelsi Bandaríkjanna en sjálfir leiðtogar Bandaríkjanna.

„Við viljum að þessir frábæru kanadísku vörubílstjórar viti að við erum með þeim alla leið,“ sagði hann við fjölda stuðningsmanna í Conroe, Texas.Trump gagnrýnandi einnig Joe Biden forseta fyrir skyldubólsetningar ríkisstjórnarinnar sem hafa áhrif á verktaka sem vinna fyrir bandaríska ríkið, stór fyrirtæki, heilbrigðisstarfsmenn og bandaríska herinn.

Þúsundir flutningabílstjóra og stuðningsmenn þeirra streymdu inn í höfuðborg Kanada á laugardag til að mæta fyrir utan þinghúsið og hefur forsætisráðherra Kanada flúið heimili sitt í öryggisskyni og hefur dvalarstaður ekki verið gefinn upp.

Hreyfingin fór upphaflega í þeim tilgangi að mótmæla bólusetningapössum og sóttkví vörubílstjóra sem fara yfir landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Mótmælin hafa síðan stækkað og beinast gegn fleiri þvingunaraðgerðum kanadísku ríkisstjórnarinnar.

Forsetinn fyrrverandi var ekki eini fjölskyldumeðlimur Trump fjölskyldunnar sem studdi bílalestina. Donald Trump yngri lýsti einnig yfir stuðningi í myndbandi sem birt var á Facebook á þriðjudag þar sem hann sagði „Við þurfum að sjá meira af þessu víðsvegar um heiminn .“

Aðrir áhrifamiklir einstaklingar sem hafa stutt mótmælin í Kanada eru Elon Musk, forstjóri Tesla, uppistandarinn og leikarinn Joe Rogan og grínistinn Russell Brand.

.

Skildu eftir skilaboð