Krufningsskýrsla: Örvunarskammtur staðfest sem dánarorsök ungs manns

frettinErlent1 Comment

Fjölskylda hins 26 ára Joseph Keating frá Suður-Dakóta syrgir hann enn. Ótímabær dauði hans í nóvember sl. var af völdum örvunarskammts með Pfizer Covid-19 bóluefninu sem orsakaði banvæna hjartavöðvabólgu.

Samtökin Children's Health Defense óskuðu eftir opinberu krufningarskýrslunni og í henni kemur fram að Keating hafi þjáðst af „fjölhreiðra hjartavöðvabólgu“ nokkrum dögum eftir þriðja skammtinn af mRNA bóluefninu frá Pfizer.

Fjölskylda Keating sagði að vinnuveitandinn hefði krafist þess að hann léti bólusetja sig, nokkuð sem var ekkert vandamál fyrir Keating sem var hlynntur bólusetningu.

Samkvæmt bólusetningarskírteini Keating má sjá að hann fékk fyrsta skammtinn 26. mars 2021 og þann síðari 16. apríl 2021.

Hann fór síðan í örvunarbólusetningu 8. nóvember sl. en lést fjórum dögum síðar eða föstudaginn 12. nóvember sl.

Innan nokkurra daga frá örvunarskammtinum hrakaði heilsu Keating og gat hann ekki lengur unnið vegna mæði.

72 tímum eftir örvunarskammtinn veiktist Keating

„Þriðjudag og miðvikudag var allt í lagi með hann,“ sagði Cayleen, móðir Keating, „en á fimmtudagsmorgninum 72 tímum eftir örvunarskammtinn hringdi hann og sagðist vera með hálsbólgu.“

Fjölskylda Keating hafði engan grun um að hjarta Keating myndi bráðlega bila og taldi að hann væri með vægar aukaverkanir.

Cayleen gaf syni sínum heitan eplasafa, hann tók hálstöflur og fór til vinu, en innan tveggja tíma hringdi hann í móður sína til að láta sækja sig því hann væri þreyttur og gæti ekki unnið.

Þegar Cayleen spurði hvað væri að sagði Keating að hann væri með smávegis vöðvaeymsli, væri þreyttur og með hálsbólgu. Keating svaf allan fimmtudaginn.

Lést á föstudeginum skömmu eftir heimsókn föður síns

Á föstudagsmorgninum sagði Keating móður sinni að hann yrði að hringja í vinnuna þar sem hann væri of þreyttur til að mæta. Cayleen heimsótti son sinn og sagði síðar að hann virtist eðlilegur, fyrir utan þreytu og vöðvaeymsli.

Cayleen, sem starfað hefur í 35 ár sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku, skoðaði son sinn og mældi hann með 37,8 stiga hita og hjartslátt  í 112 slögum. Hún taldi það tengjast hitanum, og gaf honum Tylenol.

Síðar sama dag sendi Keating skilaboð til móður sinnar um að hitinn væri lægri. Klukkan 16:30 var súrefnismettunin 100% en hjartslátturinn enn hár.

Faðir Keating, William, heimsótti son sinn um kl. 17:00 og þeir borðuðu saman kvöldmat. Faðirinn fór klukkan 18:00. Tveimur tímum síðar var sonur þeirra látinn.

Apple úrið sýnir óeðlilegan hjartslátt og dánarstund

Í krufningarskýrslunni kemur fram að Apple úrið hans hafi skráð mjög öran hjartslátt morguninn sem hann lést: „Úrið skráði enga hjartavirkni eftir kl. 19:59 þennan dag. Hann svaraði ekki skilaboðum klukkan 21.00. Þann 13. nóvember sendi hann móður sinni ekki sms um morguninn eins og hann var vanur að gera og fjölskylda hans fann hann síðan látinn í stól heima.

Andlátið þaggað niður

Í dánarvottorðinu sem gefið er út af Suður-Dakóta segir að dánarorsök Keating hafi verið „fjöldreifð hjartavöðvabólgu sem tekur til vinstri slegils og skilrúms“ orsök eru skráð sem „nýlega gefinn Pfizer Covid-19 örvunarskammtur.“

Móðir Keatings segist vera ánægð með að krufning hafi verið heimiluð því þá sé komin endanleg sönnun þess að bóluefnið hafi valdið dauða sonar hennar.

„Þetta er skjalfest sönnun,“ sagði Cayleen. „Hann dó beinlínis af völdum Pfizer örvunarskammtsins.

Fjölskyldan segir að þrátt fyrir að andlát Keating hafi verið óvænt og af völdum bóluefnisins og það staðfest í opinberum skjölum, hafi hvorki Sóttvarnarstofnunin (CDC) né Lyfjastofnunin (FDA) eða aðrar heilbrigðisstofnanir haft samband við þau vegna andlátsins.

„Maður myndi halda að þegar dauði ungs einstaklings verður af völdum COVID bóluefnis og það skjalfest á dánarvottorðinu og með krufningu að Sóttvarnarstofnunin myndi strax hafa samband við okkur“ sagði Cayleen. „Maður myndi ætla að Sóttvarnarstofnun myndi hringja í meinafræðinginn.“

Hún bætti við: „Við höfum ekki fengið nein viðbrögð. Við höfðum samband við fréttastöð á svæðinu til að fá frétt um að þetta hafi gerst en starfsmennirnir sögðu að hendur þeirra væru bundnar. Við hringdum í meinafræðinginn, engin viðbrögð, ríkisstjórinn vildi ekki tjá sig, heilbrigðiseftirlitið vildi ekki tjá sig. Sóttvarnarstofnunin tjáir sig ekki. Enginn vill tjá sig um málið."

Fjölskyldan leitar nú réttlætis fyrir son sinn með því að vara aðra við hugsanlegum banvænum afleiðingum Covid bólusetninga, sem augljóslega geta komið fram þó einkennin geti virst lítil.

„Ég vil fá svör og ég vil að Pfizer og Sóttvarnarstofnunin hafi samband við mig og segi mér hvað fór úrskeiðis. Ég vil bjarga börnum annarra,“ sagði hin syrgjandi móðir, Cayleen.

Heimild


Image

One Comment on “Krufningsskýrsla: Örvunarskammtur staðfest sem dánarorsök ungs manns”

  1. Ungt fólk og börn eru nánast í engri hættu vegna covid. Óbólusett ungmenni deyja ekki frekar en þau bólusettu af covid. Það er því engin ástæða til þess að ungt og hraust fólk láti bólusetja sig með covid-bóluefni sem því miður er þekkt af skaðlegum aukaverkunum. Hér ættu allir að líta til áhættunnar því ávinningurinn er enginn. Óskiljanleg mistök hjá sóttvarnaryfirvöldum að mæla með þessu.

Skildu eftir skilaboð