Stjórnvöld í Kanada kröfðust lokunar á fjársöfnun flutningabílstjóranna

frettinErlentLeave a Comment

Þegar lokað var á söfnun flutningabílstóranna hjá GoFundMe bar fyrirtækið fyrir sig að brotið hefði verið gegn skilmálum söfnunarinnar og vísaði til þess að „friðsamlegu mótmælin væru orðin að hernámi.“

Nú hefur það aftur á móti fengist staðfest, sem marga grunaði, að það voru stjórnvöld í Kanada sem kröfðust lokunarinnar.

Þessi opinbera viðurkenning stjórnvalda í Ottawa um afskipti af söfnuninni á GoFundMe komu tveimur dögum eftir að GoFundMe lokaði á söfnunina á fimmtudag og ætlaði að eigna sér fé hennar.

Á Twitter síðu lögreglunnar í Ottawa sagði á laugardag:

„Við viljum þakka @gofundme fyrir að hlusta á áhyggjur okkar sem borgar- og lögregluþjónustu. Ákvörðunin um að halda eftir fjárframlögum til þessara ólöglegu mótmæla er mikilvægt skref og við skorum á allar hópfjármögnunarsíður að gera hið sama.“

Borgarstjóri Ottawa, Jim Watson, sagði á Twitter á laugardag:

„Ég vil þakka teyminu hjá @gofundme innilega fyrir að hlusta á beiðni borgarinnar og lögreglunnar í Ottawa um að veita skipuleggjendum flutningabílalestarinnar ekki lengur fjármagn.“

Í ljósi þess að margir hafa haldið því fram að hinn svokallaði heimsfaraldur snúist meira um peninga og hagsmuni ákveðinna valdaafla frekar en lýðheilsu kom fáum á óvart að stjórnvöld í Kanada hafi farið þá leið að reyna að stöðva peningaflæði til flutningabílstjóranna sem meðal annars átti að bæta upp launatap þeirra.

Eins og sést hefur á öðrum samfélagsmiðlum eins og Twitter, þá eru handahófskenndir þjónustuskilmálar venjulega notaðir sem afsökun til að loka á þá sem ekki eru þóknanlegir hverju sinni. Lokun GoFundMe söfnunarinnar er enn eitt staðfesta dæmið um þetta.

Ný söfnun á GiveSendGo hefur gengið vel, þrátt fyrir netárásir og mikið álag, og þegar hafa safnast um 4 milljónir dollara.

Skildu eftir skilaboð