Morgunblaðið segir frá því í dag að byrjað sé að gefa Íslendingum fjórða skammtinn af hinu svokallaða Covid „bóluefni.“ Í fréttinni segir að 80 ára og eldri fái nú annan örvunarskammtinn og að um 100 manns komi á heilsugæslustöðvar á dag til að fá bólusetningu gegn Covid-19.
Flestir sem eru með bælt ónæmiskerfi eða ónæmissjúkdóma hafa þegar verið kallaðir inn til að fá fjórðu sprautuna, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fjórir mánuðir þurfa að hafa liðið frá síðustu sprautu, segir hún jafnframt og engu skiptir hvort fólk hafi nýlega veikst af Covid.
„Við viljum endilega að viðkomandi fái fjórðu sprautuna þótt hann hafi nýlega fengið Covid,“ segir Ragnheiður einnig.
Skjótt skipast veður í lofti, þegar kemur að Covid sprautunum. Á heimasíðu Covid.is sem er á vegum Landlæknisembættisins og Ríkislögreglustjóra segir: „Hafi fólk ekki verið bólusett fyrir COVID-19 smit er mælt með bólusetningu, fyrir 12 ára og eldri - þó ekki fyrr en 3 mánuðum eftir staðfest smit, til að bólusetning veiti sem besta langtímavörn.“
Á heimasíðu Landlæknis skrifar sóttvarnalæknir: „Ef innan við 3 mánuðir eru frá staðfestri COVID sýkingu er mælt með að bíða með bólusetninguna þar til að þeim tíma liðnum.“
Framkvæmdarstjórinn ýjar einnig að því að bólusetningar séu nauðsynlegar til að ferðast til útlanda en langflest ríki hafa fellt niður allar kröfur um bólusetningu við landamæri sín, þar á meðal Ísland: „Það er kominn ferðahugur í fólk og þá áttar það sig á því að það vantar örvunarskammtinn til að komast til annarra landa,“ segir Ragnheiður Ósk.
Spyrja mætti hvort konan sé á prósentum við að koma út „bóluefni“ sem er við það að renna út, bæði með því að fara þvert á ráðleggingar Landlæknisembættisins hvað varðar sprautur eftir sýkingar, og eins að fara með rangt mál í sambandi við ferðalög og bólusetningar.
„Fullbólusettir“ eru með bóluefnapassa sem gildir í 270 daga innan ESB og þeir sem hafa fengið einn örvunarskammt eru með passa sem rennur ekki út.
6 Comments on “Ragnheiður vill gefa fjórða skammtinn eftir nýlegar sýkingar – þvert á ráð sóttvarnalæknis”
Ég hélt að Sprautu-Grýla væri löngu lögst í hýði en hún er enn að *respect*
Nályktinaf þessari konu finnst norður til Akureyrar. Nú er ég óbólusettur og ferðast mikið, var að koma frá miðausturlöndum og er á leið aftur út í næstu viku. Meira bullið í þessari manneskju.
Er búið að breyta vísindunum síðan síðast. Var ekki besta vörnin gegn sýkingum að vera búinn að fá sýkingu.
Hvað er hun að tala um bóluefnapassann.
Evrópa er hætt með það..nema kannski Þýskaland. Hún lýgur að fólki til að taka sprautuna.
Hún er auðvitað bara að vinna sína vinnu, það þarf einhver að koma öllu þessu bóluefni út, en æ fleiri eru farnir að sjá í gegnu um þetta.
Þessi kona er gteinilega á prósentum við að koma út bóluefninu. Hún veit að flest lönd eru opin og ekki þarf neina passa. Hún veit að margir eru skaddaðir eftir sprauturnar. Prósentan er greinilega býsna há sem bætist í launaumslagið, réttu nafni mútur. Niðurstaða: Hún stendur með þessum glæp gegn mannkyni og er stórhættuleg!!