„Propaganda – Áróður í nútíð og fortíð“ í Hörpu – Mark Crispin Miller

frettinInnlendarLeave a Comment

Mark Crispin Miller verður í Hörpu 14. maí - „Propaganda - Áróður í nútíð og fortíð".

Mark Crispin Miller er prófessor í fjölmiðla-, menningar- og boðskiptafræði við (NYU) New York háskóla. Hann er höfundur fjölda bóka, fræðigreina og ritgerða á sviði upplýsingamiðlunar og greiningar á áróðri.

Hvað er áróður og hvernig birtist hann í fortíð og nútíð? Er heimsmynd okkar mótuð af áróðri, og býr nútíma manneskja yfir getu til að sjá í gegnum hann?  

Aðgengi hagsmunaaðila að athygli fólks hefur aldrei verið greiðara en með nútíma tækni. Upplýsingar sem notandi skilur eftir sig á internetinu verða svo fóður fyrir klæðskerasniðin skilaboð til hans.

Hver verður útkoman þegar alþjóðavæðingin hertekur orðræðuna, þegar tækninni er beitt á allt mannkyn samtímis og fjöldinn fær samskonar skilaboð? Hvaða hætta er fólgin í því?

Þessar vangaveltur verða til umfjöllunar í Hörpu þann 14. Maí kl. 13:00.

Allir velkomnir!

Miðasala fer fram á Harpa.is og Tix.is

Upplýsingar um viðburðinn veitir Gunnar í síma: 847-1005 og [email protected] - fyrir hönd Vegvísir Viðburða.

Skildu eftir skilaboð