ESB vill afnema neitunarvald aðildarríkja varðandi herþjónustu

frettinPistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Fyrirbæri eins og Evrópusambandið, bandaríska alríkið, hið opinbera á Íslandi og auðvitað bara öll önnur einokunarbatterí kunna að skera ost. Ein sneið í einu þar til ekkert er eftir.

Nú eiga sér stað umræður innan Evrópusambandsins um möguleika sambandsins til að senda ungt fólk í aðildarríkjum á vígvöll til að deyja fyrir einhvern málstað stjórnmálaelítunnar.

Hingað til hafa öll ríki sambandsins þurft að verða sammála en nú er lagt til að einfaldur meirihluti dugi til að gera foreldra barnlausa og ungmenni að öryrkjum.

Þessu mótmæla fjölmörg aðildarríki en það mun ekki skipta neinu máli til lengri tíma. Ungmenni Evrópu eiga að vera til ráðstöfunar. Því hvað ef Rússarnir láta ögra sér yfir landamæri NATO-ríkis eða inn í umráðasvæði Evrópusambandsins? Þarf ekki að geta brugðist hratt við?

Svona er osturinn skorinn. Undanþágum er fækkað, inngripunum fjölgað, neitunarvald verður að meirihlutakosningu sem að lokum rennur inn í æðstu yfirstjórn sem ræður öllu í nafni fulltrúalýðræðis.

Þar til ekkert er eftir nema kennitalan og leyfi til að vera sammála yfirvöldum.

Skildu eftir skilaboð