Reykjavíkurborg á von á milljarða sektum og bótakröfum

frettinPistlar1 Comment

Hilmar Páll Jóhannesson hjá Loftkastalanum skrifar:

Allir vita um spillingu í sölu bankanna. Spilling Reykjavíkur hefur kostað borgarsjóð milljarða og mun kosta borgarbúa milljarða í bætur og sektir. Þar sem heimild er hjá E.F.T.A. að sekta fyrirtæki og stofnanir um 10% af árlegri veltu þeirra.

Reykjavíkurborg hefur brotið stjórnsýslulög, skipulagslög, upplýsingalög og samkeppnislög og ljóst að þetta mál er þannig að það mun fara til E.F.T.A, ESA. Meirihlutinn hefur unnið markvisst gegn eðlilegu samkeppnisumhverfi í kvikmyndagerð á Íslandi. Farið gegn milliríkja samningum um styrki til fyrirtækja beint og óbeint. Með aðgerðum sínum og samningum við fyrirtæki Baltasars Kormáks.

Sú uppbygging sem hefur átt sér stað í Gufunesi er í raun öll á kostnað borgarbúa og hefur borgarsjóður orðið af 1.4 - 2 milljörðum með spilltum aðgerðum sínum en verðmæti byggingarréttar á sjávarlóðum er um 80.000 kr/m2 (óbyggt). þetta eru einu sjávarlóðirnar sem voru til og allt án útboða og auglýsinga.

Einræðisríki í boði borgarstjórnar

Það er ekki kvikmyndaþorp í Gufunesi. Þar er einræðisríki í boði borgarstjórnar. Auglýsingar um sölu seinni skemmu og annarra húsa í felum á vef borgarinnar eru bara til sýnis og enginn fær að kaupa eignir á svæðinu nema með samþykki Baltasars. Hann er kominn með stjórn á seinni skemmunni á svæðinu sem hægt var að nota sem kvikmyndaver og voru önnur iðnaðarhús seld, en ekki til aðila í kvikmyndageiranum.

Í kvikmyndaveri Baltasar Kormáks, GN Stúdío, hafa komið fram einræðistilburðir. Tilboð í leigu eru lægri til tilboðshafa sem vinna með vissum aðilum, en ef ekki er unnið með réttu aðilunum er leiguverð mun hærra og allt gert til að skemma fyrir þeim sem ekki eru í náðinni. Þetta er allt í boði meirihlutans í Reykjavík.

Með atferli eignaumsýslu og borgarstjórnar hefur Reykjavíkurborg brotið stjórnsýslulög, sem og samkeppnislög. Það atferli snýst um að afhenda GN stúdio, fyrirtæki Baltasars Kormáks á silfurfati, lóðavilyrði fyrir 1400 hundruð íbúa hverfi án auglýsinga og útboða. Sem hefur gefið honum tækifæri til að kosta uppbyggingu á sínum fyrirtækjum í Gufunesi með endursölu þessara lóða. Það er vel þekkt að lóðarvilyrði ganga kaupum og sölum fyrir mjög háar upphæðir.

Eignaumsýsla og borgarstjóri vissu alveg hvaða verðmæti voru afhent með því að afhenda GN Studio þetta lóðavilyrði, sem var strax með verðmæti um 700.000.000,- við undirritun þó að kaupsamningar séu gerðir síðar og þar með verðinu 43.000 kr. á fermetra sem er og var langt undir markaðsverði og ekki var þetta á almennum markaði allt sér fyrir einn aðila til að hann getu geti kostað uppbyggingu á kvikmyndaveri sínu og skert alla samkeppni.

Einnig lét borgarstjóri gera einkaveg fyrir GN Stúdio. Enginn fær aðgang að gögnum um þennan veg. Er þetta allt gagnsæið og heiðarleikinn sem Dóra Björt og Alexandra standa fyrir? Þagnarskylda er um umræður hjá umhverfis- og skipulagsviði, gögn skráð sem trúnaðarmál um alla gjafagjörninga og ekki sett inn á vef borgarinnar, umræður eru ekki ritaðar í fundargerðir, bara samþykktir og bókanir og hverjir tóku þátt í fundinum.

Þar sem er feluleikur, þar grasserar spillingin og hefur Reykjavíkurborg ekki afhent gögn í 3 ár og heldur ekki afhent gögn til minnihluta í borgarstjórn. Þessi einkavegur ruglaði alla hæðarsetningu í Gufunesi og hefur komið í veg fyrir uppbyggingu Loftkastalans. Upplýsingar um kostnað við einkaveginn voru faldar í gögnum um fráveitu og afhenti Reykjavík aldrei gögnin. Miðað við það kostnaðarmat sem undirritaður hefur fengið er um að ræða kostnað upp á a.m.k. 40 - 50 milljónir fyrir borgarbúa, en vegurinn hefur nú verið rifinn.

Einkavegur þessi og önnur spilling í Gufunesi mun kosta borgarsjóð nokkur hundruð miljónir. Skilyrði framkvæmdaleyfa hafa ekki verið uppfyllt og mun þurfa að grafa upp lagnir og gera götu upp á nýtt og mun sá kostnaður lenda á borgarsjóði. Loftkastalinn ætlar að sækja það tjón sem þetta hefur valdið, en það tjón nemur 352 milljónum í aukningu á byggingarkostnaði, fyrir utan það rekstrartjón sem orðið hefur vegna málanna.

Úr fundargerð umhverfis-og skipulagsráðs 27. apríl 2022:

Gerð hafa verið stór mistök. Einkavegur var gerður fyrir 1 aðila sem er nú staðfest með gögnum að hafi ruglað alla hæðarsetningu í Gufunesi. Gögnum hefur verið haldið frá aðstandendum og reynt að þagga málið í þrjú ár. Ekki hefur einu sinni verið fylgt lögbundnu samráðsferli. Svo virðist sem Reykjavíkurborg hafi ekki útfært í deiliskipulagi það sem þó ber að gera skv. skipulagsreglugerð, afstöðu gatna og jarðvegs við gólfhæð 1. hæðar húsa, hæð landslags á lóðum.

Þetta er ákveðið og gert án vitundar og athugasemda- og ábendingarmöguleika almennings eftir því sem Flokkur fólksins kemst næst. Haldinn var loks fundur 25. apríl þar sem boðið var lækkun á götu og seinkun á gjalddögum. Þetta er slakt tilboð eftir allt sem á undan er gengið. Tafir hafa verið miklar og skemmdir á starfssemi í rúm 3. ár. Eftir því sem næst er komist er búið að framkvæma alla gatnagerð þarna á rangan hátt og með því mögulega brjóta á aðstandendum Loftkastalans stjórnsýslulagabrot, eignarréttarbrot og hegningarlagabrot. Af hverju var ekki fenginn óháður aðili til að mæla? Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar að lenda þarf þessu máli og það fyrir kosningar. Málinu hefur verið vísað til innri endurskoðunar sem hefur nú hlutverk umboðsmanns borgarbúa. 

Reykjavíkurborg hefur skapað sér skaðabótaskyldu

Ljóst er að Reykjavíkurborg hefur skapað sér mikla skaðabótaskyldu gagnvart öðrum fyrirtækjum í kvikmyndaiðnaði á Íslandi og í Evrópu fyrir brot á samkeppnislögum, milliríkjasamningum EES, þegar fleiri fyrirtæki í kvikmyndaiðnaðinum sem samkeppnis skekkjan sem núverandi borgarstjórn hefur valdið innanlands og utan munu sækja rétt sinn og einnig munu fleiri stafsmenn borgarinnar fá á sig kæru þar á meðal , Óli Jón Hertervig yfirmaður eignaumsýslu borgarinnar og fleiri starfsmenn borgarinnar og mikil rannsókn er fram undan á starfsháttum núverandi borgarstóra og borgarstjórnar. Og ljóst að þetta er dæmigert mál sem E.F.T.A tekur á í sambandi við samkeppni.

Reykjavíkurborg mun bera fyrir sig að þetta hafi verið tilraunaverkefni og þróunarverkefni. En sú fullyrðing gefur enga heimild fyrir að brugðið sé frá lögum og reglum sem íslensk stjórnvöld eru bundinn af. Og er því bara notuð til að blekkja.

Borgarlögmaður mun ekki bara geta skammast í Viðskiptablaðinu, þetta mál teygir anga sína víða og þegar hefur borgarstóri verið kærður til héraðssaksóknara 7. apríl 2022 fyrir brot á sveitarstjórnarlögum, stjórnsýslulögum, hegningarlögum og upplýsingalögum.

Grein Hilmars í heild sinni:

One Comment on “Reykjavíkurborg á von á milljarða sektum og bótakröfum”

Skildu eftir skilaboð