Snævi þaktir Vestfirðir

frettinInnlendarLeave a Comment

Vorið er ekki komið á Vestfjörðum sbr. meðfylgjandi myndir og skilaboð frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Góðan daginn gott fólk. Þetta er staðan núna í morgunsárið á Ísafirði og öruggt er að svo er einnig víðar á Vestfjörðum. Við hvetjum alla til að fara varlega og aka í samræmi við aðstæður. Þó svo að í áramótakveðju okkar hafi verið komið inn á fallega morgna í maí þá er maí ekki hálfnaður og hægt að búast við ýmsu eins og við flest þekkjum. Þetta kemur allt, sagði Lögreglan á Ísafirði í morgun.

Skildu eftir skilaboð