Fjórir blaðamenn á RSK-miðlum, RÚV, Stundinni og Kjarnanum, fengu tilkynningu frá lögreglunni 14. febrúar að þeir væru með stöðu sakbornings í rannsókn á byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans. Síðan eru liðnir 3 mánuðir. Þeir eru enn á flótta undan réttvísinni.
Um áramótin hættu Helgi Seljan og Rakel Þorbergsdóttir störfum á RÚV án skýringa. Bæði hafa ríka hagsmuni að láta það berast að þau séu ekki með stöðu sakbornings. Ekki múkk hefur heyrst í 5 mánuði.
Þegar fjölmiðlar fjalla um sakamál og grunur beinist að tilteknum aðilum eru þeir vanalega aðgangsharðir og spyrja spurninga. Í tilfelli Helga og Rakelar eru engar spurningar á vörum blaðamanna.
Fjölmiðlar starfa í þessu máli í þágu blaðamanna. Gagnrýnar spurningar í þágu almennings eru óspurðar. Þögnin ein ríkir. Í þögninni þrífst spillingin.
Það varðar almenning miklu að vita hvort og þá hvaða blaðamenn eru sakborningar í sakamáli. Blaðamenn sem þannig háttar með eru skemmd epli. Sakamenn í refsimáli geta ekki þjónað almannahag. Hagsmunir almennings eru að lög séu virt og að sakamál verði upplýst. Blaðamenn sem tefja framgang réttvísinnar vinna gegn almannahagsmunum.
Fyrir en varir er öll eplatunnan ónýt, - haldi fjölmiðlar áfram að starfa í þágu blaðamanna en ekki almannhagsmuna.