Meirihlutinn fallinn samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup

frettinInnlendarLeave a Comment

Nú­ver­andi borgarmeiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisn­ar í Reykja­vík, er fall­inn sam­kvæmt Þjóðar­púlsi Gallup. Þetta kem­ur fram á vef RÚV.

Sam­fylk­ing mæl­ist með sex borg­ar­full­trúa, Pírat­ar þrjá, Viðreisn einn og Vinstri græn­ir áfram með einn full­trúa. Alls 11 full­trúa en 12 þarf til að mynda meiri­hluta.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með sex full­trúa, Fram­sókn með fjóra, Sósí­al­ista­flokk­ur­inn með einn og Flokk­ur fólks­ins með einn. Miðflokk­ur­inn myndi ekki ná inn manni í borg­ar­stjórn sam­kvæmt niður­stöðunni.


Skildu eftir skilaboð