Núverandi borgarmeirihluti Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, er fallinn samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Samfylking mælist með sex borgarfulltrúa, Píratar þrjá, Viðreisn einn og Vinstri grænir áfram með einn fulltrúa. Alls 11 fulltrúa en 12 þarf til að mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sex fulltrúa, Framsókn með fjóra, Sósíalistaflokkurinn með einn og Flokkur fólksins með einn. Miðflokkurinn myndi ekki ná inn manni í borgarstjórn samkvæmt niðurstöðunni.