Svindl í Eurovision? – Rúmenar senda inn kvörtun

frettinIngibjörg Gísladóttir, Pistlar1 Comment

Í lokakeppni Eurovision á laugardaginn voru stig frá dómnefndum sex landa dæmd ógild en í þess stað voru þeim reiknuð stig út frá því hvernig nágrannalöndin kusu. VRT, sjónvarpsstöð Flæmingja í Belgíu er borin fyrir því að ástæðan sé að löndin hafi haft samráð um að gefa hvort öðru stig. Samkvæmt rúmanskri sjónvarpsrás er um að ræða Rúmeníu, Aserbaísjan, Georgíu, Svartfjallaland, Pólland og San Maríno

Á síðu áhugamanna um Eurovision, eurovoix.com, má lesa að Rúmenarnir hafi sent kvörtun til Sambands evrópskra útvarpsstöðva. Þeir hafi hyggst gefa Moldóvu, en ekki Úkraínu 12 stig. Haft er eftir skipuleggendum keppninnar að eftir seinni undanúrslitin hafi komið í ljós viss frávik í atkvæðagreiðslu dómnefnda og því hafi atkvæði þeirra, bæði í undankeppninni og lokakeppninni verið reiknuð út.

Sagt er að rúmenska kynninum hafi verið meinað að kynna úrslitin þrátt fyrir að umsjónarmaður kosninganna í Rúmeníu hafi tvívegis verið í sambandi við skipuleggjendur Eurovision til að fara yfir hvernig kynning Ede Marcus á niðurstöðu dómnefndarinnar ætti að fara fram. Ede hafi einnig tekið þátt í æfingu fyrir útsendinguna án þess að minnst hafi verið á að efasemdir hafi verið um niðurstöðuna eða sá möguleiki, að hann myndi ekki kynna niðurstöðuna, væri viðraður. Því sé augljóst að reglurnar hafi tekið breytingum á útsendingartíma og án þess að þátttökulöndum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram.

Rúmenska sjónvarpið vill fá nákvæmar skýringar á því af hverju önnur lönd fengu atkvæðisrétt þeirra - reiknaðan út eftir ógagnsæju kerfi - og áskilja sér rétt til að fara með málið lengra líki þeim ekki svörin. Eurovision 2022 er því ekki að fullu lokið. Getur verið að Samband evrópskra útvarpsstöðva hafi ákveðið fyrirfram að Úkraína myndi vinna og að atkvæði þeirra er kusu ekki réttgerð ógild? Sá möguleiki, að nefndir skipuðum fagmönnum í tónlist í sex löndum hafi allar náð saman um að svindla í Eurovision er ekki beint trúlegur. Er þriðja skýringin til?

Heimild.

One Comment on “Svindl í Eurovision? – Rúmenar senda inn kvörtun”

  1. Pulsa og kók handa þeim sem geta sagt mér í hvaða kosningum er ekki svindlað í dag.

Skildu eftir skilaboð