Hatrið á hvítri móður

frettinPistlar1 Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Guðríður Þorbjarnardóttir átti sveininn Snorra í vesturheimi á 11. öld, samkvæmt arfsögn sem rataði í bækur. Guðríður varð stytta í höndum Ásmundar Sveinssonar og fékk heitið Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku.

Nýverið var styttunni stolið undir þeim formerkjum að hún væri rasísk og komið fyrir í öðru verki. Gjörningurinn er í takt við samtímakenningu, fræðilega kynþáttahyggju (e. critical race theory), er kennir að allir hvítir á hörund séu rasistar.

Í gær fór styttan af Guðríði til síns heima. Sama dag sagði í fréttum að frá 2014 hefur 14 sinnum verið ákært fyrir hatursorðræðu. Ekki er hermt hvort ákært hafi verið fyrir hatur á hvítum mæðrum. Sennilega ekki, þær eru jú allar rasistar samkvæmt kenningunni og njóta sem slíkar ekki verndar gegn háðung, róg­b­urði, smán­un eða ógn­un.

One Comment on “Hatrið á hvítri móður”

Skildu eftir skilaboð