Mark Zuckerberg á Íslandi

frettinInnlendarLeave a Comment

Mik­ill var viðbúnaðurinn á Ak­ur­eyr­arflug­velli í hádeginu vegna komu einka­flug­vél­ar sem lenti þar. Samkvæmt mbl.is er um að ræða einka­vél Marks Zucker­bergs, for­stjóra Meta, móður­fyr­ir­tæk­is Face­book og In­sta­gram.

Í frétt Morgun­blaðsins kom fram að sjónar­vottar hafi séð bryn­varðra bíla á svæðinu. Haft er eftir Guð­jóni Helga­syni, upp­lýsinga­full­trúa Isavia, að einka­flug­vél væri að lenda á flug­vellinum og stað­fest hafi verið að um þekktan ein­stak­ling væri að ræða. 

Þá segir einnig að fyrr í dag hafi sést á ratsjám hvernig þyrla tók á loft frá Deplum í Fljótum og flogið til Akureyrarflugvallar.

Á Deplum Farm er rekin lúxusferðaþjónusta sem er í eigu Eleven Exprerience en þjónustan tók formlega til starfa árið 2016.

Zuckerberg skrifaði athugasemd undir auglýsingu frá Inspired by Iceland í nóvember sl. að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og er því ljóst að hann hefur látið verða af heimsókninni.

Í auglýsingunni fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem heitir Zack Mossbergsson og líkist mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse.“

Hallur Hallsson blaðamaður kom við á Akureyrarflugvelli og greinir hann einnig frá komunni með flugvélina í bakgrunni, sem má sjá hér að neðan.

Skildu eftir skilaboð