Barn ekki bólusett ef forsjáraðilar eru ekki sammála?

frettinInnlendarLeave a Comment

Í byrjun janúar á þessu ári kynnti Kamilla S. Jósefsdóttir hjá landlæknisembættinu fyrirkomulag á bólusetningu barna. Fram kom hjá henni á upplýsingafundi að barn yrði ekki bólusett ef forsjáraðilar væru ósammála, eins og kemur fram í þessari frétt á mbl.is: Barn ekki bólusett ef forsjáraðilar eru ósammála.

Ef um er að ræða tvo for­sjáraðila fá þeir báðir skila­boðin og geta tekið af­stöðu hvor fyr­ir sig. Ef það er mis­ræmi í af­stöðu verður barnið ekki bólu­sett og ef það er ekki tek­in afstaða verður barnið held­ur ekki bólu­sett. Kamilla seg­ir því mjög mik­il­vægt að for­eldr­ar svari þess­ari beiðni um að taka af­stöðu, sagði Kamilla.

Sjá einnig upplýsingafund Almannvarna (frá mín. 7:00) frá 5. janúar sl.

Þetta fyrirkomulag sem Kamilla kynnti er ekki í samræmi við það sem kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins dags. 16. maí þar sem kæru móður sem hafði bannað að barn hennar fengi Covid bólusetningu, var vísað frá.

Í máli móðurinnar kemur fram að hún fari með forsjá barnsins ásamt föðurnum en að lögheimili barns sé hjá föður. Móðirin segist hafa þann 21. febrúar 2022 sent Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis bréf þar sem hún hafi lagst gegn bólusetningu barnsins.

Í málinu vísaði móðirin til þess að sóttvarnalæknir og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hafi frá síðustu áramótum staðið að bólusetningum barna á aldrinum 5-16 ára. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar barnanna búi ekki á sama stað hafi sóttvarnalæknir sent út boð til lögheimilisforeldris og látið samþykki þess fyrir bólusetningu nægja, þrátt fyrir að forsjá foreldra sé sameiginleg. Hins vegar hafi samþykki beggja foreldra verið krafist þegar foreldrar byggju á sama lögheimili. Faðir barnsins er lögheimilisforeldri þess, en foreldrar þess fara saman með forsjá.

Fyrirkomulagið um að foreldrar sem væru með sama lögheimili þyrftu báðir að samþykkja, kom aldrei fram í máli Kamillu. Hún sagði einfaldlega: Ef það er mis­ræmi í af­stöðu foreldra verður barnið ekki bólu­sett og ef það er ekki tek­in afstaða verður barnið held­ur ekki bólu­sett.

Hér er því ljóst að starfsfólk landlæknisembættisins talar út og suður um jafn mikilvægt mál sem þetta, þ.e.a.s. að láta sprauta barn með nýrri tegund bóluefnis sem aldrei áður hafði verið notað á mannfólki fyrr.

Auk þess sem fljótt varð ljóst, og sérstaklega á þeim tíma sem bólusetningar yngri barna hófust, að þetta efni kom hvorki í veg fyrir smit né veikindi og hafði leitt til óvenju mikils fjölda aukaverkana sbr. upplýsingar hjá Lyfjastofnun.

Skildu eftir skilaboð