Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri

frettinPistlarLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Sú var tíðin að VG og forverinn Alþýðubandalagið voru með margháttaðar uppákomur til að lýsa andstöðu við veru Íslands í NATO og varnarstöðinni í Keflavík sem þeir kölluðu Miðnesheiði um leið og þér settu upp eymdarsvip eins og þeim væri illt í maganum eða lyktin væri óbærileg. 

Stefna VG í öryggis- og varnarmálum er enn að Ísland segi sig úr NATO. 

Á sama tíma mætir formaður VG Katrín Jakobsdóttir á fundi æðsta ráðs NATO og geislar af ánægju og umvefur aðra leiðtoga ríkja heimskapítalismans í miklum fögnuði. Hún lýsir auk þess yfir stuðningi við inngöngu Svía og Finna í þetta voðabandalag, NATO. Sama gerir þingmaður hennar Bjarni Jónsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 

Fyrst það er eindreginn vilji VG, að Finnar og Svíar fái aðild að NATO er þá eitthvað samræmi að halda því fram, að það sé björgulegast fyrir varnir Íslands og öryggi að Ísland segi sig úr NATO. Við eina þjóðin í þessum heimshluta mundum þá hafa þá sérstöðu að vera ekki í NATO.

Framganga VG broddanna miðað við stefnu flokksins stenst ekki og er tóm vitleysa. 

En það er fleira sem hangir á spýtunni. Með því að taka þátt í starfsemi NATO og hvetja til að helstu vina og grannþjóðir Íslands fái aðild að NATO er VG í raun að lýsa yfir mikilvægi NATO sem varnarbandalags. 

En VG þorir ekki að horfast í augu við sjálft sig og viðurkenna, að utanríkisstefna flokksins er vitleysa og byggð á röngum forsendum. Öryggi Íslands fólst frá stofnun NATO 1949 í því að við værum í varnarbandalagi með öðrum helstu lýðræðisríkjum heims og Tyrklandi(því miður)

Sennilega þorir VG ekki að gera upp fortíðina og horfast í augu við og viðurkenna afglöp sín í utanríkismálum og í þeim málum hafi flokkurinn haft rangt fyrir sér í 70 ár.

Skildu eftir skilaboð