Læknirinn frá Úkraínu sem fann upp „Trump-lyfið“ – snemmtæka meðferð við Covid-19

frettinPistlar, Þórdís B. SigurþórsdóttirLeave a Comment

Þegar úkraínski læknirinn Dr. Vladimir „Zev“ Zelenko vakti athygli Trump fyrrum forseta vorið 2020 á einfaldri og ódýrri sannreyndri meðferð við COVID-19, með lyfjum sem eru víða fáanleg og innihalda hýdroxýklórókín, hafði Zelenko þegar meðhöndlað um 350 sjúklinga, þar sem aðeins einn þeirra hafði þarfnast sjúkrahúsvistar.

Tæpum tveimur árum síðar og þrátt fyrir bælingu stjórnvalda og fjölmiðla á snemmtækum meðferðum, sagði Zelenko við fjölmiðilinn WND í myndbandsviðtali að hann og teymi hans hafi gefið meira en 7.000 COVID-sjúklingum það sem nú er þekkt sem Zelenko-meðferðin, þar sem aðeins þrír létust af völdum sjúkdómsins.

Þar að auki hefur blandan hans af hýdroxýklórókíni, hinu vinsæla sýklalyfi azitrómýsíni og zinksúlfati – ásamt öðrum lyfjasamsetningum, eins og ivermektíni verið notað af yfir 1.000 læknum um allan heim, ásamt samtökunum America´s Frontline Doctors.

7000 þúsundir sjúklingar meðhöndlaðir með lyfjablöndunni

Meðal þeirra eru Dr. George Fareed, fyrrverandi prófessor í veirufræði við læknadeild Harvard og Dr. Brian Tyson. Frá því í apríl 2020 hafa þeir sameiginlega meðhöndlað yfir 7,000 COVID-19 sjúklinga í Imperial Valley í Kaliforníu og aðeins fáeinir hafa látist. Og enginn sjúklingur lést sem var meðhöndlaður innan fyrstu sjö daganna.

Zelenko hefur útskýrt að helsti veirubaninn sé zink, sem hefur þekkt veirueyðandi áhrif, og það eru lyf eins og hýdroxýklórókín, ivermektín og quercetin sem „opna dyrnar að frumunni og hleypa zinkinu inn."

Frá því um vorið 2020 hefur Zelenko einnig notað blóðþynningarlyf, stera, einstofna mótefni og aðrar meðferðir og nú hefur hann þróað lausasölulyf til að meðhöndla COVID-19 sem kallast Z-Stack og inniheldur sink, quercetin, D-vítamín og C-vítamín.

Markmiðið, sagði hann, hefur alltaf verið að koma í veg fyrir að COVID-19 sýking þróist yfir í alvarlegan lungnaskaða, eða ARDS (brátt andnauðarheilkenni) sem krefst sjúkrahúsvistar og oft öndunarvélar. Hann komst snemma að því að rúmlega 80 prósent sjúklinga með COVID og voru settir í öndunarvél létust. Meðferðin hans meðhöndlar ekki ARDS, en hún getur komið í veg fyrir að fólk þrói það með sér.

Nálgun hans hefur verið að bera kennsl á COVID sjúklinga í áhættuhópum, hefja meðferð strax með veiru- og bólgueyðandi samsetningu og sníða meðferðina að hverjum og einum sjúklingi.

Fangaði athygli Trump forseta

Í myndbandsviðtalinu við WND segir Zelenko söguna af því hvernig hann vakti athygli Trump forseta í myndbandi sínu og 16 tímum síðar fékk símtal frá Mark Meadows, sem var að taka við sem starfsmannastjóri Hvíta hússins.

„Það er ekki einu sini hægt að skálda þetta. Ég myndi ekki trúa þessu sjálfur, en þetta er það sem gerðist,“ sagði Zelenko.

Zelenko kom síðan fram í hlaðvarpsþáttum með Rudy Giuliani, fyrrum borgarstjóra New York, og lögfræðingi forsetans, sem fóru um eins og eldur í sinu.

„Og líf mitt hefur aldrei verið eins síðan,“ sagði Zelenko.

Zelenko hefur síðan birt ritrýnda grein um gögn sín sem sýna 84 prósenta fækkun á sjúkrahúsinnlögnum meðal sjúklinga í áhættuhópum sem fengu snemmtæku meðferðina.

Í samstarfi við prófessor Martin Scholz frá Heinrich Heine háskólanum í Düsseldorf í Þýskalandi og Dr. Roland Derwand frá München, Þýskalandi, birtu þeir greinina í International Journal of Antimicrobial Agents.

Fauci skipti um skoðun eftir að Trump notaði lyfið

Snemma vors 2020 sagði Dr. Anthony Fauci sótvarnalæknir Bandaríkjanna að í lagi væri að meðhöndla COVID-19 með hýdroxýklórókíni. Þetta sagði hann áður en það varð þekkt sem „Trump-lyfið,“ og hefur síðan breytt um skoðun.

Fauci var spurður í mars 2020 í viðtali við þáttastjórnandann Chris Stigall, hvort hann myndi ávísa hýdroxýklórókíni eða klórókíni sem meðferð við COVID-19.

„Já, auðvitað, sérstaklega ef fólk hefur engan annan valkost. Þú vilt gefa þeim von,“ sagði Fauci. „Í raun eru þessi lyf viðurkennd hér á landi af öðrum ástæðum, þetta eru lyf gegn malaríu og ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og lúpus.

WND spurði Zelenko hvað hann teldi að hafi gerst í millitíðinni.

„Jæja, í millitíðinni hafa 850.000 Bandaríkjamenn látist og við hefðum líklega getað komið í veg fyrir að um 730.000 þeirra færu á sjúkrahús og bundið enda á þennan heimsfaraldur,“ svaraði hann og vísaði til niðurstöðu greinar sinnar. „Það er það sem gerðist."

Þekktir vísindamenn eins og faraldsfræðingurinn Dr. Harvey Risch í læknadeild Yale hafa einnig komist að þeirri niðurstöðu að mörgum mannslífum hefði mátt bjarga með snemmtækri meðferð.

Að lokum var málflutningur Fauci oft í mótsögn við forsetann varðandi hýdroxýklórókín. FDA (matvæla-og lyfjaeftirlitið) fjarlægði síðan í júní 2020 neyðarleyfið fyrir dreifingu á hýdroxýklórókíni af lyfjalista (SNA), byggt á „nýjum upplýsingum.“

En ákvörðunin byggðist að miklu leyti á rannsókn sem læknatímaritið The Lancet birti sem var síðan dregin til baka af höfundum hennar vegna gallaðra gagna, eins og WND greindi frá á þeim tíma.

Báru vitni fyrir Bandaríkjaþingi

Seinna sama árið báru Risch, Dr. George Fareed og Dr. Peter McCullough vitni fyrir öldungadeild bandaríkjaþings um að ranglega væri fjallað um hýdroxýklórókín í rannsóknum og það væri notað sem pólitískt vopn.

Zelenko benti á grein sem birt var á vefsíðu National Institute of Health (NIH) árið 2005 sem sýnir að veirueyðandi eiginleikar klórókíns gegn SARS væru á við bóluefni. Hýdroxýklórókín er minna eitruð hliðstæða klórókíns.

Í október 2020 var birt grein á vefsíðu NIH sem fór yfir birtar rannsóknir þar sem kom í ljós að hýdroxýklórókín „er ​​árangursríkt og sérstaklega þegar það er veitt snemma gegn COVID-19. Rauntímagreining, sem til þessa hefur metið 283 ritrýndar rannsóknir, hefur komist að sömu niðurstöðu.

„En NIH mælir í dag með því að meðhöndla ekki COVID nema þú sért á sjúkrahúsi með lungnaskemmdir,“ sagði Zelenko. „Í alvöru?“

„Með einn og hálfan fót í gröfinni“

Einu sinni var Zelenko trúlaus gyðingur sem fæddist í Kænugarði í Úkraínu árið 1973. Zelenko gerðist síðan meðlimur í 30.000 manna gyðingasamfélagi, í Kiryas Joel í Monroe, New York, í Hudson dalnum, um 50 mílur norður af New York borg.

Árið 2018 greindist Zelenko með sjalgæft og banvænt krabbamein (pulmonary artery sarcoma), sem hefur 10 prósent dánartíðni. Hann fór í opna hjartaaðgerð og missti hægra lungað og fór síðan í mjög erfiða lyfjameðferð. Frá því 2020 hefur hann farið í aðra aðgerð og fleiri lyfjameðferðir.

Hann benti á að það eru aðeins um 10 tilfelli í heiminum á ári af þessum sjúkdómi og þau enda öll með krufningu.

Zelenko trúir því að eftir að hafa verið með „einn og hálfan fót í gröfinni“ hafi Guð bjargað honum í ákveðnum tilgangi.

Í mars 2020 sagði Zelenko í viðtali við WND: Tilgangur minn í lífinu hefur í raun verið að reyna að lina sársauka og þjáningu annarra. Ekki að hugsa um sjálfan mig."

Heimild.

Skildu eftir skilaboð