Þingmaður Pírata fer með ósannindi – var á fundi með ríkislögreglustjóra

frettinInnlendarLeave a Comment

Féttinni barst í dag ábendingar þess efnis að Arndís Anna Gunnarsdóttir þingmaður pírata hafi skrifað pistil í gær á Vísir, þar sem hún fjallar um mál drengs sem líktist eftirlýstum glæpamanni. Eins og flestum er kunnugt um þá fór lögreglan mannavilt í tvígang en var að fylgja eftir ábendingum sem bárust frá almennum borgurum. Umræddur drengur er með sama hörundslit og svipaða hárgreiðslu og því varla hægt að telja það óeðlilegt að þarna hafi átt sér stað misstök.

Þingmaðurinn vísar hinsvegar í mánaðargamla frétt á RÚV máli sínu til stuðnings og heldur því fram að lögreglan hafi veist að drengnum vitandi að svo var ekki og sakar lögregluna um rasisma. „Sérsveitarmenn veittust að drengnum þar sem hann sat í Strætó í fyrra skiptið“.

Þarna er ljóst að þingmaðurinn fer vísvitandi með rangt mál, því hún sat á fundi með ríkislögreglustjóra þann 17. maí síðastliðinn. Ríkislögreglustjóri hefur í tvígang tekið það skýrt fram í fjölmiðlum að þeir hafi ekki einu sinni ávarpað drenginn.

Ríkislögreglustjóri kom á fund allsherjar- og menntamálanefndar að beiðni Arndísar. Þar tók hún skýrt fram hvað átti sér stað í strætisvagninum og stenst því pistill Arndísar enga skoðun.

Þess má geta að Arndís Anna starfaði áður hjá Rauða krossinum sem lögmaður hælisleitenda og hafði því beinar tekjur af málaflokknum og því seint hægt að flokka Arndísi hlutlausa þegar kemur að þessum málum.

Fundinn á Alþingi má sjá hér neðar.

Skildu eftir skilaboð