Einar Scheving tónlistarmaður skrifar pistil á facebook um fund Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem á sér stað þessa dagana og Ísland tekur þátt í. Hann merkir ýmsa þjóðþekkta menn í færslunni, svo sem forsætisráðherra, þingmenn og blaðamenn:
Á meðan landsmenn fárast - og það réttilega - yfir bankasölunni og öðrum spillingarmálum Sjálfstæðisflokksins (nú síðast lóðarkaupum og byggingaráformum Jóns Gunnarssonar), þá eru þjóðir heims í þann mund að framselja sjálfsákvörðunarrétt sinn til siðblinds olígarka og skósveina hans. En vinstri menn og blaðamenn hér heima virðast fullvissir um að einu spillingarmálin á heimsvísu megi rekja til Valhallar og því engin ástæða til þess að hafa áhyggjur af valdaþyrstum sækópötum og olígörkum annars staðar í heiminum, nema auðvitað Pútin, sem á þeirra mælikvarða er kannski næstum jafn slæmur og Bjarni Ben.
Fæstir vita um samninginn (WHO - Pandemic Treaty) sem þjóðir heims eru að gera við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina - hið gerspillta apparat, þar sem fyrrum forstjóri hugbúnaðarfyrirtækis hefur tögl og haldir. En hvað veit ég, kannski er maður sem ekki einu sinni lauk háskólaprófi - hvað þá í læknavísindum - og sem var tíður gestur í perraflugvél annars milljarðamærings (sem passaði að hengja sig akkúrat á meðan slökkt var á eftirlitsmyndavélum þar sem hann gisti) - best til þess fallinn að stjórna því hvernig þjóðir heims eigi að fást við næsta og þarnæsta faraldur, sem hann hefur sagt brosandi að muni ná athygli fólks. Sennilega er apabólan bara tittlingaskítur, en maður veit aldrei, sér í lagi eftir undanfarin rúm tvö ár.
Er til of mikils ætlast að blaðamenn vinni vinnuna sína, skoði þessi mál hérlendis, komist að því hvernig er í pottinn búið með þennan samning og hvort ríkisstjórnin ætli að framselja sjálfsákvörðunarréttinn með þessum hætti? Hversu vel eru almennir þingmenn inn í þessum málum?
Ef fólk vill fræðast betur um þennan alheimsheilbrigðisráðherra, þá má einnig mæla með heimildamyndinni Who is Bill Gates?