„Þriðja heimsstyrjöldin í raun skollin á í stríði Nató/ESB við Rússa, með Úkraínumenn sem leiksoppa“

frettinPistlar2 Comments

Eftir Arnar Sverrisson:

Rússneskir fjölmiðlar, vörur, menning og stjórnvöld, eru bannfærð á Vesturlöndum. Allt sem frá þeim kemur er kallað áróður og falsfréttir.

Þetta er áberandi á fréttastofu RÚV. Það jaðrar við, að hún sé blaðafulltrúi úkraínskra stjórnvalda. En þeir, sem vald hafa á rússnesku og gera sér far um að skilja og fylgjast með – og þekkja til rússneskrar menningar – standa betur að vígi í þessu efni.

Einn þeirra er Knut-Erik Aagaard. Hann hefur m.a. fylgst með umræðum á einni af rússnesku ríkisrásunum. Gagnrýni á Vladimir er – samkvæmt því, sem hann segir – oft býsna óvægin – og með þátttöku Úkraínumanna af hinu og þessu sauðahúsi.

Þriðja heimsstyrjöldin skollin á

Knut-Erik hefur þýtt spjall við Yakov Kedmi, ísraelsk-rússneskan yfirhershöfðingja og leyniþjónustumann. Það er afar fróðlegt. Hann heldur því t.d. fram, að í raun sé þriðja heimsstyrjöldin skollin á í stríði Nató/ESB við Rússa, með Úkraínumenn sem leiksoppa. Mæli með viðtalinu.

Í grein sinni segir Knut-Erik hins vegar m.a.: „Þeir, sem bera ofurlítið skynbragð á Rússland vita, að Putin er fráleitt dularfullur. Þvert á móti er litið á hann sem hispurslausan og opinn, en undanlátssaman við Vesturlönd.“ … „Rússar hafa aldrei haft í hyggju að leggja Úkraínu undir sig. [Samfélagið] eru rústir einar í siðferðilegu, efnahagslegu og stjórnmálalegu tilliti. … Í Moskvu „hefur því ákaft verið mótmælt, að Úkraína yrði vettvangur vígvæðingar ESB og Nató. Allar götur frá því í október 2021 höfum við orðið vitni að harðskeyttari áróðursherferð vestursins gegn austrinu en átt hefur sér stað … síðan seinni heimsstyrjöld lauk.“

Úkraína ræður nú „yfir herafla, sem er meðal þeirra öflugustu í Evrópu. Hann telur í námunda við eina og hálfa milljón manna. [Herinn] er fjármagnaður, útbúinn og þjálfaður af um átta ára skeið af ESB og Nató.“ …

Pútín of Vesturlandhollur, of lýðræðissinnaður

„Það má vafalítið margt að Putin finna, en þetta stríð [Úkraínustríðið] er einmitt það, sem hann hefur viljað koma í veg fyrir í 22 ár. Hann hefur spyrnt á móti og andæft, en [engu að síður] hefur hann verið togaður og í hann tosað að vígstöðvunum eins og þrákelnislegum, herkvöddum nýliða.

Því er þetta stríð til orðið við sjálfdrifna vitrun Bandaríkja Norður-Ameríku með ESB í vasanum. Ágreininginn mátti leysa með því að koma til móts við sanngjarnar öryggiskröfur Rússa, t.d. eftir að Putin setti úrslitakosti um frið þann 23. des. 2021. Ágreininginn mátti leysa, en lausn vildi enginn sjá. Þeir sömu vildu stríð.“

Í þessu felst misheppnuð utanríkismálastefna Putin. Og hún er miskunnarlaust gagnrýnd heimafyrir „eins og vera ber í lýðræði.“
En, en! „Putin er býsna einráður um stjórn Rússlands. Það skýrist ekki fyrst og fremst af víðtækum heimildum, hliðstæðum þeim, sem forsetar Frakklands og Bandaríkjanna hafa (tvö óþingbundin lýðveldi), heldur sér í lagi vegna hins fjarskalega siðvalds, sem hann nýtur meðal þjóðar sinnar sem bjargvættur hennar eftir skipbrotið á síðasta áratugi aldar sem leið.

Hann er fremur gagnrýndur úr herbúðum hinum megin, frá þeim, sem segja hann of Vesturlandahollan, of lýðræðissinnaðan, ef svo má segja. Það eru þeir hinir sömu, sem taka munu við keflinu, ef tækist að buga hann.“

1.Steigan

2.Steigan

2 Comments on “„Þriðja heimsstyrjöldin í raun skollin á í stríði Nató/ESB við Rússa, með Úkraínumenn sem leiksoppa“”

  1. Þriðja heimsstyrjöldin skellur ekki á ef stríðið á meðan er staðbundið, þrátt fyrir allar viðskiptaþvinganir. Segja ekki Rússar að þeir séu vanir viðskiptaþvingunum og að þær hafi engin áhrif, sem er auðvitað rangt. Þær munu hafa mikil áhrif á efnahag Rússlands ef stríðið varir í marga mánuði jafnvel ár. Ef Rússar halda að Kínverjar komi þeim til bjargar eða vanþróuð lönd eins og Íran, Sýrland, Venezuela, Indland og Pakistan þá er efnahagur þessara þjóða ekki til þess fallinn. Það eru bara þrír möguleikari: 1. Rússland vinnur stríðið og leggur undir sig Donbas 2. Rússland hættir hernaðaraðgerðum og dregur her sinn til baka (tapar stríðinu) 3. Fleiri þjóðir dragast inn í stríðið (ww3).

  2. Fjórði möguleikinn er auðvitað samkomulag um frið en það eru því miður litlar líkur á því.

Skildu eftir skilaboð