Guðrún Bergmann skrifar:
Í síðustu viku fjallaði ég um B-12 bætiefnið í greininni B-12 SKORTUR ER ALGENGUR. Það er annað tveggja bætiefna sem ég tel nauðsynlegt fyrir okkur að taka inn til að viðhalda góðri orku í líkamanum. Hér á landi er veturinn yfirleitt dimmur og drungalegur og þótt við fáum sólríkt sumar, bætir það okkur ekki upp skortinn á D-3 vítamíninu sem verður yfir vetrarmánuðina, en sólskinsvítamínið D-3 er mjög mikilvægt heilsu okkar.
HVAÐ ER D-VÍTAMÍN?
D-vítamín er bæði næringarefni sem við tökum inn og hormón sem líkaminn framleiðir. Það er fituuppleysanlegt vítamín, sem hjálpar líkamanum við upptöku og geymslu á kalki og forfór, en bæði þessi efni eru nauðsynleg til uppbyggingar á beinum.
Tilraunir á rannsóknarstofum hafa sýnt fram á að D-vítamín getur dregið úr vexti krabbameinsfrumna, ráðist gegn sýkingum og dregið úr bólgum. Mörg líffæri og margir vefir líkamans eru með móttaka fyrir D-vítamín, sem gefur til kynna að það gegni öðrum mikilvægum hlutverkum í líkamanum, umfram beinheilsuna en það eru vísindamenn að rannsaka[i].
ER D-VÍTAMÍN Í FÆÐUNNI?
Fáar fæðutegundir innihalda D-vítamín, þótt sumar séu D-vítamínbættar. Þess vegna er best að taka D-vítamín inn sem bætiefni til að fá nægilega mikið magn af því. D-vítamín er til í tveimur gerðum. Annars vegar D-2 (ergocalciferol eða forvítamín D) og hins vegar D-3 (cholecalciferol).
Báðar þessar tegundir myndast á náttúrulegan máta þegar útfjólublárra (UVB) geisla sólarinnar nýtur við og þess vegna er D-vítamín oft kallað sólskinsvítamínið. Framleiðsla af völdum sólarinnar á D-2 á sér stað í plöntum og sveppum og af D-3 í dýrum, þar með talið mönnum. Rannsóknir hafa sýnt að inntaka á D-3 vítamíni, eykur magn D-vítamíns í blóði meira en D-2 gerir.[ii]
Í fæðunni er helst að finna D-vítamín í þroskalýsi (best ef kaldpressað), laxi, sverðfiski, túnfiski, sardínum (í olíu), nautalifur og eggjarauðum. Hins vegar þarf að neyta sérlega mikils af þessum fæðutegundum til að ná upp nægilega miklu magni af D-vítamíni í líkamanum.
Marga skortir D-vítamín, einkum þar sem sólarljós er takmarkað yfir vetrartímann, vegna þess að fólk ver svo miklum tíma innandyra og vegna þess að þegar það er utandyra er það með sólarvörn á sér.
Þeir sem eru með dökka húð eru líka oft með of lítið af D-vítamíni vegna þess að dökk húðin virkar eins og vörn og dregur úr D-vítamín framleiðslunni.
SKORTUR MEÐAL BARNA OG FULLORÐINNA
Bandaríski læknirinn og vísindamaðurinn Dr. Michael Holick[iii] var fyrstur til þess, skömmu eftir að hann hóf framhaldsnám, að bera kennsl á helstu tegund D-vítamíns í blóði mannsins sem 25-hydroxyvítamín D3. Hann einangraði síðan virka formið af D-vítamíninu sem er 1,25-dihydroxyvítamín D3.
Dr. Holick segir að rannsóknir sýni að skortur á D-vítamíni sé mun algengari en menn hafa áður haldið, bæði meðal barna og fullorðinna. Einkenni um D-vítamínskort tengjast m.a. þunglyndi, þar sem serótónín-framleiðsla eykst í sólarljósi og birtu. Sjá greinina:ÞEKKIRÐU MUNINN Á SERÓTÓNÍNI OG DÓPAMÍNI
Beinverkir geta líka verið merki um D-vítamínskort, svo og höfuðsviti, jafnvel hjá nýfæddum börnum. Þar sem D-vítamín er fituuppleysanlegt efni, getur líkamsfita safnað því saman og þess vegna þurfa þeir sem eru yfir kjörþyngd á stærri D-vítamínskammti að halda, en þeir sem grennri eru, svo og þeir sem eru með mikinn vöðvamassa.
ÁHUGAVERÐ UMMÆLI
Bandaríski heildræni læknirinn Dr. Mark Hyman gefur bókinni The Vitamin D Solution eftir Dr. Holick áhugaverð ummæli, en hann segir:
„Dr. Holick sýnir okkur að ef við gerum einn hlut fyrir heilsu okkar, umfram það að borða holla fæðu og stunda líkamsrækt, VERÐUR ÞAÐ að vera að ná okkur í meira D-vítamín í gegnum sól eða bætiefni. D-vítamínskortur hefur áhrif á 200 milljónir Bandaríkjamanna, enda er D-vítamín ekki bara mikilvægt til að byggja upp sterkari bein, heldur nauðsynlegt til að koma í veg fyrir og meðhöndla króníska sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma, krabbamein, sykursýki, þunglyndi, ofþyngd og sjálfsónæmissjúkdóma.“
D-VÍTAMÍNNÆMIR SJÚKDÓMAR
Þeir D-vítamínnæmu sjúkdómar sem tengjast í dag helmingi dauðsfalla í heiminum eru hjarta- og æða-sjúkdómar, krabbamein, sýkingar í öndunarvegi, öndunarvegssjúkdómar, berklar og sykursýki.
Hér áður fyrr voru sólböð einmitt notuð til að lækna berkla. Sjúkdómar eins og Alzheimer’s, heilahimnubólga, Parkinson’s, meðgöngueitrun, meðgöngukrampi og MS eru einnig mjög D-vítamín næmir sjúkdómar, en það þýðir að meiri líkur eru á að þeir myndist ef það skortir D-vítamín í líkamann.
LÍPÓSÓMAL D-3 VÍTAMÍN
Í nokkur undanfarin ár hef ég sjálf verið að nota bætiefni sem eru lípósómal[iv], eins og til dæmis D-3 vítamínið frá Dr. Mercola er. Enska orðið „liposome“ er dregið af grísku orðunum „lipo“ fyrir fitu og „soma“ fyrir líkamann. Lípósómar eru kúlulaga „belgir“ úr tvöföldum hring af fitusýrumólekúlum eða lesítínmólekúlum, sem notaðir eru til að innilykja og flytja það sem í þeim er beint inn í frumur og líkamsvefi.
Lípósómal bætiefni eru mun auðupptakanlegri fyrir líkamann því þau fara í gegnum frumuhimnuna, sem samanstendur af forfórlípíðum, líkt og lípósómið. Það blandast auðveldlega lesítíninu í lípósómanu og innlimar það inn í frumurnar með samruna, þannig að virka efnið í því nýtist strax. Ekki skiptir máli hvort lípósómal bætiefni eru tekin inn með máltíð eða ekki, þar sem upptaka á lípósómunum fer ekki fram í gegnum meltingarveginn.
Lípósómal bætiefni geta verið sérstaklega heppileg fyrir þá sem eru með einhver vandamál í meltingarvegi eða eiga í erfiðleikum með upptöku á næringarefnum. Með lípósómal bætiefnum er líka auðvelt að losna við allar aukaverkanir, því náttúruleg lípíð eru samþýðanleg vefjum í líkamanum og hann lítur hvorki á þau sem „eitruð“ né „óvinveitt“.
OKKAR DAGLEGI D-VÍTAMÍN SKAMMTUR
Þar sem ekki er hægt að treysta á sól hér á landi alla daga ársins, verðum við að mínu mati að treysta á að fá okkar daglega skammt af sólskinsvítamíninu D-3 í gegnum bætiefni. Ég tek minn daglega skammt af lípósómal D-3 inn, hvort sem er sumar eða vetur og tel að það, ásamt ýmsu öðru, hjálpi mér að halda bæði góðri orku og heilsu.
Lípósómal vítamínið frá Dr. Mercola er til með 5000 iu eða 10000 iu í hylki. Ég tek yfirleitt 10000 iu á dag. D-3 úðavítamínið er með 1000 iu í úða, en það þýðir fleiri úða til að ná þeim skammti sem við viljum taka inn.
Athugið! Ef tekið er inn D-vítamín sem ekki er lípósómal þarf að taka það inn með einhverri fitu/olíu til að það nýtist líkamanum, því eins og áður hefur komið fram er D-vítamín fituuppleysanlegt bætiefni.
Neytendaupplýsingar: Bætiefni frá Dr. Mercola fást í verslunum Mamma Veit Best á horni Auðbrekku og Dalbrekku í Kópavogi og á Njálsgötu 1 í Reykjavík.