Fyrirætlanir Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) að taka yfir forræði landa að hluta til þess að taka ákvörðun sjálf þegar koma upp faraldrar og sú áætlun að koma á alheimsbóluefnapössum er fráleit og gott dæmi um hvernig málin hafa þróast á slæman veg, í átt til forræðishyggju og stjórnlyndis. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Helga Arnar Viggóssonar framkvæmdastjóra og forritara í þættinum Í leit að sannleikanum í dag á Útvarpi sögu, þar sem hann ræddi við Arnar Þór Jónsson lögmann og þáttastjórnanda.
Embættisvaldið stendur veikum fótum gagnvart hagsmunaöflum
Helgi segir að þetta sé gott dæmi um hvað geti gerst þegar hagsmunaaðilar nái tökum á stofnunum, en eins og kunnugt er hafa lyfjarisarnar sterk fjárhagsleg hagsmunatengsl við WHO. Hann bendir á að í Bandaríkjunum hafi t.d. lítið lyfjafyrirtæki haft þau áhrif á stofnanir með mútum til embættismanna að stofnanirnar sem embættimennirnir unnu fyrir hafi hleypt ópíóðalyfi sem lyfjafyrirtækið framleiddi á markað, lyfi sem síðar átti eftir að reynast stórhættulegt.
Lyfjarisar eyða gríðarlegum fjármunum í lobbýisma
Helgi bendir á að í Bandaríkjunum og í Evrópu eyði lyfafyrirtækin griðarlegum upphæðum til þess að lobbýja fyrir sinni framleiðslu að hún er fjórföld á við þá upphæð sem hergagnaiðnaðurinn eyðir í lobbýisma. Lobbýistar geti þannig náð tangarhaldi á stofnunum og þannig í framhaldinu geti hagsmunaaðilar haft áhrif á lagasetningar innan þeirra landa sem eiga aðild að stofnununum.
Helgi segir að síðan hafi stórir fjölmiðlar dottið í þá gryfju að spila með og brugðist því hlutverki sínu í að horfa gagnrýnum augum á mál eins og ásælni WHO í að ná yfirráðum hluta heilbrigðismála í löndum heims. Þegar svínaflensufaraldurinn hafi riðið yfir heiminn hafi fjölmiðlar spyrnt við og komist að því og bent á að svínaflensufaraldurinn hafi í raun verið nokkurs konar svikafaraldur en í Covid hafi stóru meginstraumsmiðlarnir breyst í nokkurs konar halelújakór.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér.
One Comment on “Áætlanir WHO um forræði yfir heilbrigðismálum þjóða óheppilegar”
Þar sem ég er ekki á FB þá gef ég þessu BIG LIKE! 🙂 Hvað veldur því almennt að fólk skuli ekki sjá hversu hættulegt þetta er fyrir ALLT mannkynið?