Páll Vilhjálmsson kennari og blaðamaður skrifar:
Hvað á Ísland að taka við mörgum flóttamönnum? Þrátt fyrir ómælda umræðu er hvergi að finna tilraun til að svara spurningunni. Hvað er eðlilegt að setja mikla fjármuni í að veita flóttamönnum þjónustu? Ekkert svar.
Í reynd snýst flóttamannaumræðan ekki um flóttamennina sjálfa. Umræðan er dygðaskreytni vinstrimanna og góða fólksins.
Löngu áður en sæi högg á vatni í flóttamannavanda heimsbyggðarinnar myndi íslenskt samfélag kikna undan vandanum.
Mennta- og heilbrigðiskerfið er nú þegar í erfiðleikum taka á móti útlendingum sem hingað sækja vinnu. En enginn ræðir þolmörkin.
Okkur er illa þjónað af stjórnmálamenningu sem forðast eins og heitan eldinn að tala um staðreyndir.
Forsætisráðherra segir einhverja koma hingað undir yfirskini flótta en eru í raun í leit að framfærslu.
Á meðan flóttamannaumræðan snýst um dygðaskreytni er ekki nokkur vegur að nálgast niðurstöðu.