Eftir brotthvarf forsætisráðherra Ítalíu, Mario Draghi, hefur orðið viðsnúningur í Covid aðgerðum í landinu.
Heilbrigðisyfirvöld hafa tilkynnt að allir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem var vikið úr starfi fyrir að láta ekki sprauta sig með Covid „bóluefnum“ skuli nú snúa aftur til starfa.
Þessi U-beygja kemur þó án afsökunarbeiðni eða viðurkenningar á öllu því tjóni sem þessar aðgerðir hafa valdið heilbrigðisstarfsfólki; áreitni, hótunum, þvingunum og fjárhagsvanda.
Þar til nýlega voru læknasamtök ríkisins í fararbroddi í að koma á skyldubólusetningum meðal heilbrigðisstarfsfólks. Nú hafa þeir breytt um stefnu án þess að taka persónulega ábyrgð á hættulegum og óréttlátum þvingunum sínum og gera nú þá kröfu að þeir brottreknu snúi nú aftur. „Óbólusett“ heilbrigðisstarfsfólk á bara að gleyma því sem gerðist og mæta aftur til vinnu.
Í stað þess að læknasamtökin hafi beðið heilbrigðisstarfsmenn afsökunar léku þau fórnarlömb. Forseti samtakanna, Filippo Anelli, gagnrýndi harðlega þá sem eru á móti „bólusetningunum.“
„Ég fordæmi algjörlega öll ofbeldisverk, hótanir, nafngiftir og skemmdarverk gegn læknasamtökum og formönnum þeirra.
Nokkrir formenn hafa fengið persónulegar hótanir, þar á meðal líflátshótanir frá fólki sem verður sótt til saka samkvæmt lögum.
Kollegar mínir hafa samúð og stuðning sambandsins.“
Í byrjun árs voru um 1.900 ítölskum læknum og tannlæknum vikið úr læknafélagi landsins vegna þess að þeir uppfylltu ekki lög sem kröfðust þess að þeir yrðu „að fullu bólusettir“ gegn Covid, þar á meðal með „örvunarsprautu.“
Á Ítalíu er þess krafist að allir heilbrigðisstarfsmenn, kennarar, lögreglumenn, hermenn og starfsfólk hjúkrunarheimila fari í hinar umdeildu sprautur. Heilbrigðisstarfsmenn þurfa „örvunarsprautu“ til að uppfylla skilyrðin að fullu, samkvæmt lögum sem ítölsk stjórnvöld settu í desember 2021.
Í þessari grein má sjá fréttaskýringu frá Ítalíu með enskum texta