Breski leikarinn Sam Gannon úr sápuóperunni Emmerdale lést skyndilega 31 árs gamall

frettinErlentLeave a Comment

Breski tónlistarmaðurinn og leikarinn Sam Gannon, þekktastur fyrir leik sinn í einni vinsælustu sápuóperau Bretlands, Emmerdale, lést skyndilega í vikunni 31 árs að aldri.

Leikarinn var í heimsókn hjá fjölskyldu sinni í Kaliforníu þegar hann lést og systir hans Amy Kelly staðfesti fréttirnar.

Sam lést á þriðjudag og fjölskylda hans og vinir hafa stofnað JustGiving síðu til að safna 17.000 pundum sem þarf til að flytja lík hans heim frá Bandaríkjunum.

Óútskýrður skyndidauði ungs fólks rannsakaður í Bretlandi

Daily Mail sagði frá því fyrr í sumar að ungt og heilbrigt fólks væri að deyja skyndilega og óvænt úr dularfullu heilkenni“ og læknar leiti nú svara og styðjist við nýja skrá yfir þess konar dauðsföll.

Fólk undir fertugu er hvatt til að láta athuga sig og fara í hjartarannsókn þar sem það gæti hugsanlega verið í hættu á skyndidauða.

Heilkennið, þekkt sem SADS (Sudden Adult Death Syndrome), óútskýrður skyndidauði, hefur verið banamein margra burt séð frá heilbrigðum lífsstíl.


Skildu eftir skilaboð