Í lok júlí sagði Fréttin frá andlátum 6 kanadískra lækna sem létust seinni hluta júlímánaðar skömmu eftir að hafa verið sprautaðir í fjórða sinn með C-19 tilraunabóluefnunum. Um það má lesa nánar hér og hér.
Um helgina segir Steve Kirsch frá því á substack síðu sinni að vinur hans sem er læknir í Kanada hafi vitneskju um dauðsföll 14 ungra kanadískra lækna síðastliðna 9 mánuði. Tekur Kirsch fram að þessi vinur hans hafi aldrei heyrt um svona mikinn fjölda andláta áður og þau hafi öll orðið skömmu eftir að þeir voru sprautaðir með tilraunabóluefnunum við Covid-19.
Eins og Steve Kirsch tekur fram þá er því alltaf haldið fram af svonefndum staðreyndatékkurum ("fact-checkers") að enginn þessara lækna hafi dáið af völdum sprautuefnanna, þeir hafi allir dáið af öðrum orsökum. Bóluefnið drepur hins vegar alltaf fólk með því að stöðva hjartað, heilann o.s.frv., þannig að það lítur alltaf út fyrir að fólk hafi dáið af einhverju öðru því það gerir það.
En þegar venjulegt heilbrigt fólk deyr allt í einu svona óvænt og í röðum þá er það ekkert annað en ósvífni að útiloka bóluefnið sem líklegan hvata andlátsins.
Það sem svokallaðir staðreyndatékkarar taka ekki fram er að í mörgum tilfellum byrjuðu sjúkdómar eftir fyrstu sprautuna og versnuðu síðan með fleiri sprautum. Einhvern veginn líta þessir staðreyndatékkarar alltaf fram hjá því að bóluefnið flýtti fyrir andlátinu. Sú staðreynd að allir þessir læknar dóu fljótlega eftir að vera sprautaðir er bara of mikil tilviljun til að hægt sé að líta framhjá henni.
Er afneitun lækna að setja þá í hættu?
Kirsch segir frá því að þessi vinur hans hafi ekki heyrt um viðlíka dauðsföll síðastliðin 30 ár en núna hafi allt í einu orðið 14 dauðsföll á aðeins 9 mánuðum eftir sprauturnar. Það geti ekki verið tilviljun, alls ekki.
Vandamálið er hins vegar það að kanadískir læknar séu þjálfaðir í því að treysta yfirvöldum og þeir (sem enn lifa) trúa því enn að þessi tilraunabóluefni séu örugg og áhrifarík.
Læknavinur Kirsch segir ótrúlegt hvað margir læknar séu algjörlega heilaþvegnir og muni líta framhjá staðreyndum og trúa staðreyndatékkurunum. Þessir læknar muni mæta áfram í fleiri sprautur og fyrirsjáanlegt er að enn fleiri læknar muni láta lífið.
Þess má einnig geta að í fyllkinu Alberta í Kanada er ókunn dánarorsök algengasta dánarorsökin árið 2021. Hvernig getur það staðist, spyr kandíski þáttastjórnandinn Mark Steyn, Kanada er þróað vestrænt ríki.
2 Comments on “14 læknar hafa dáið í Kanada síðustu 9 mánuði – eru læknar í afneitun?”
Það væri fróðlegt að vita hversvegna læknar eru að láta sprauta sig með þessu efni, þegar svo marga fréttir koma af andlátum eftir sprauturnar, setja læknar ekkert spurningarmerki um hvað er í gangi?
They do know, https://www.canadiancovidcarealliance.org/wp-content/uploads/2021/12/The-COVID-19-Inoculations-More-Harm-Than-Good-REV-Dec-16-2021.pdf