Hollenskir bændur hengdu einn „stærsta umsnúna fána Hollands“ á McDonald's mastur í mótmælaskyni við ríkisstjórnina.
Skyndibitakeðjan gaf til kynna að hún væri ekki sátt með litla umsnúna fána sem blöktu á mastrinu með táknrænu, gulu M. Fánarnir tákna mótmæli hollenskra bænda gegn stjórnvöldum og McDonald's óttaðist að viðskiptavinir héldu að fyrirtækið hafi sett upp fánana. „En við höfum ekkert með þetta að gera."
Litlu fánunum var síðan skipt út fyrir einn stóran. Bændur sögðust hafa „hengt upp stærsta fána Hollands.“ Aðgerðin er yfirlýsing gegn „misráðnum aðgerðum og misheppnuðu samráði stjórnmálamannanna Remkes, Rutte, Staghouwer og Van der Wal“, að sögn bændanna. „Skilaboðin geta ekki verið skýrari.“
McDonald's sjálft hefur sagt að þeir vilji helst halda sig utan umræðunnar og mótmæli bændanna. „Við erum búin að kvarta undan fánanum til sveitarfélagsins vegna þess að viðskiptavinur gætu haldið að McDonald's hafi sjálft sett hann upp.“
Að snúa fánanum við er gömul hefð í Hollandi og er annaðhvort merki um neyðarástand (á sjó) eða mótspyrnu eins og í tilfelli bændanna.
Hollenskir bændur hafa undanfarnar vikur verið að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um niðurskurð í losun nítrógens sem þýðir að fjöldi bænda þurfi að hætta rekstri.
Í vinnslu er enn stærri fáni og má sjá myndband um verkefnið hér: