Hollenskir bændur umkringdu opinbera byggingu í Veldhoven

frettinErlentLeave a Comment

Mótmæli bænda í Hollandi halda áfram og í dag umkringdi fjöldi þeirra opinbera byggingu í  bænum Veldhoven.  Meðfylgjandi er viðtal við hollenskann stuðningsmann bændanna, sem segir að það þurfi að draga línu í sandinn, að hollenska ríkisstjórnin, sem er farin að færast í átt að einræði, sé að taka meira og meira af fólkinu og dragi þeir ekki línuna í sandinn nú eins og bændur eru að gera þessa dagana, muni hollenska ríkið halda áfram að skerða lífsviðurværi fólks, taka af þeim land, eignir o.fl.

Aðspurður hvort hann væri með skilaboð til forsætisráðherra landins, Mark Rutte, sagði maðurinn að forsætisráðherrann ætti að hætta að ljúga að fólkinu og segja af sér embætti, og að lýðræðið þurfi að endurheimta.

Það sem er að gerast í Hollandi í dag, mun gerast í ykkar landi á morgun, sagði maðurinn að lokum.

Hægt er að fylgjast með mótmælum hollenskra bænda t.d. á twitter #DutchFarmers.



Skildu eftir skilaboð