Vegna aukinna fjölda hótana í garð bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og starfsmanna hennar í kjölfar húsleitar á heimili Trump fyrrverandi forseta hafa embættismenn FBI sett upp girðingu í kringum höfuðstöðvarnar í Washington DC. Vopnaður maður er sagður hafa reynt að brjótast inn á skrifstofu embættisins í Ohio. Svipaðar girðingar voru settar upp eftir óeirðirnar í DC árið 2020 og eftir uppþotið við þinghúsið.