Dr. Anthony Fauci sóttvarnarlæknir tilkynnti á mánudag að hann myndi láta af störfum sem forstjóri NIAID, sem er bandarísk ríkisstofnun innan NIH og er ætlað að berjast gegn ofnæmi og smitsjúkdómum.
Fauci sem er 81 ára mun láta af störfum hjá ríkinu í desember eftir meira en 50 ára starfsferil. Fauci mun einnig láta af störfum sem aðalráðgjafi Biden forseta í heilbrigiðis-og sóttvarnarmálum.
Fauci er líka að vinna að endurminningum sínum, en eftir að hann hættir hjá ríkinu má hann semja við útgefanda vegna þeirra.
Fauci mjög umdeildur og gæti orðið ákærður
Eins og kunnugt er er Anthony Fauci gríðarlega umdeildur maður og sem dæmi má nefna hefur Kari A. Lake frambjóðandi til ríkisstjóra Arizona í kosningunum í nóvember hvatt til þess að handtökuskipun yrði gefin út á hendur Fauci fyrir að hafa haldið lyfinu Ivermectin sem og öðrum ódýrum og gagnlegum lyfjum við Covid frá sjúklingum.
Yfirlýsingin um starfslok Fauci kemur á sama tíma og viðbrögð Bandaríkjanna vegna Covid „faraldursins“ eru undir ítarlegri athugun ýmissa þingmanna repúblikana sem hafa heitið því að rannsaka viðbrögðin og koma lögum yfir Fauci ef þeir ná að endurheimta meirihluta í þinginu í kosningunum í nóvember.
Þá sagði Fréttin frá því í janúar sl. að dagar Fauci gætu brátt verið taldir í embætti en þá var eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings að hefja rannsókn á því hvort Fauci hefði gerst brotlegur við lög með því að hafa m.a. logið eiðsvarinn og leynt upplýsingum.
Þá virtist Fauci vera genginn af göflunum í apríl sl. þegar hann gagnrýndi niðurstöðu dómstóls sem ógilti grímuskyldu í almenningssamgöngum í Bandaríkjunum. Voru orð hann talin merki um að hann teldi sig hafinn yfir lög og þóttu yfirlýsingar hans þá jafn fáránlegar og þegar hann lýsti því yfir í desember 2021 að HANN væri vísindin og þeir sem gagnrýndu hann væru að gagnrýna vísindin.