Eftir Geir Ágústsson:
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hyggst boða 60 ára og eldri í fjórðu Covid-bólusetninguna og bólusetningu gegn inflúensu um leið. Núna má víst sprauta fyrir hvoru tveggja á sama tíma sem er talið mikið hagræði. Áður mátti það ekki. Núna má það. Svona fleygir læknavísindunum fram! Og fólk mætir og brettir upp ermar og vonar það besta. Vonast til að lamast ekki, blindast ekki, fá ekki hjartaáföll, þróa ekki með sér krabbamein á undrahraða og ýmislegt annað sem hefur komið upp á yfirborðið en enginn ætlar að rannsaka.Sprautufórnarlamb
En hver veit! Kannski fólk sé hvort í senn orðið þreytt á þessum sprautum og hætt að treysta sprautuliðunum sem sópa öllu undir teppið og einblína á að koma fólki inn og út á korteri með sprautu á milli. Kannski það feli í sér álagsgreiðslur og heiðursverðlaun sem skiptir miklu meira máli en tilraunadýrin.
Kannski nógu margir þekki núna einstaklinga sem geta ekki unnið fyrir sér eða séð um sig sjálfir í kjölfar sprautu. Hafi kannski lesið eða séð viðtöl við fórnarlömb sprautunnar. Finnist furðulegt að fólk sé að deyja í unnvörpum án þess að hægt sé að koma auga á dánarorsök. Furði sig á því að í kjölfar sprautuherferða séu skyndilega veikindi milljóna manna skrifuð á "long covid" en ekki sjálfar sprauturnar sem áttu beinlínis að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. Taki eftir því að fullyrðingar heilbrigðisyfirvalda víða um sprautur og annað séu í laumi að taka breytingum og ýmis ríki að ráða mjög frá eða takmarka mjög aðgengi ýmissa hópa að sprautum, svo sem ungmenna og óléttra kvenna. Ekki af því sprauturnar séu hættulegar eða af skornum skammti. Nei, af því bara. Einmitt!
Kannski allt þetta og meira til sé að renna upp fyrir fleirum og fleirum og lyfjatilrauninni miklu þar með sjálfhætt.
En þá skaltu vita eitt: Stór og öflug fyrirtæki eru búin að gera ráð fyrir svimandi hagnaði af sprautum um langa framtíð. Árleg sprauta í alla og þar fram eftir götunum. Heldur þú að þau sleppi bara litlu tilraunarottunum sínum úr búrunum án þess að spyrna við fótum? Að þau leggist bara flöt á bakið og sjái á eftir milljörðum ofan á milljarða? Þá þjáist þú af óhóflegri bjartsýni. Think again, eins og sagt er. Og vonandi hættir þú í kjölfarið að bretta upp ermar.
3 Comments on “Lyfjatilraunir halda áfram”
Fróðlegt að sjá hvort útköllum sjúkrabíla fjölgi enn frekar á næstu misserum. Kannski væri skynsamlegt að bera síðan saman slíka tölfræði milli þeirra sem verða sprautaðir með þessum kokkteil og þeirra sem ekki þiggja slíkt.
En þar sem heiður íslenskrar læknastéttar er kominn í ruslakistu sögunnar, að þá munar þau sjálfsagt ekki um eina og fleiri vanvirðu í formi yfirhylminga á því sem blasir nú við vel upplýstu fólki.
Eitt orð. Brjálæði.
Núna þori ég ekki i flensusprautu