Mikilvægt að uppgjör á Covid faraldrinum fari fram svo sagan endurtaki sig ekki

frettinInnlendarLeave a Comment

Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og Andrés Magnússon fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins ræddu ýmis mál í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál á föstudaginn var.

Til dæmis ræddu þau stríðið í Úkraínu og málefni flóttamanna og hælisleitenda hér á landi sem komið er í algert óefni og tvö sveitarfélög hafa þegar gefið út að þau geti ekki tekið við meira fólki.

Þá var einnig rætt um sóttvarnaraðgerðir í Covid faraldrinum og benti Sigríður m.a. á að ýmsar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem stjórnvöld stóðu fyrir, hafi ekki staðist lög og brotið hafi verið á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar. Sigríður sagði að einsaklingar sem vistaðir hafi verið í sóttvarnarhúsum geti hugsanlega sótt um miskabætur til ríkisins.

Andrés og Sigríður voru nokkuð sammála um að það þurfi að fara fram uppgjör hérlendis vegna faraldursins til að sagan endurtaki sig ekki.  En ýmsir stjórnmálamenn eru nú farnir að viðra þessi sjónarmið erlendis eins og fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands sem sagði nýlega að sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda hafi ekki verið byggðar á neinum vísindum og mikilvægt sé að gera upp allt það sem misfórst og læra af þeim mistökum.

Björn Bjarnason skrifaði einnig nýlega grein um að hér þyrfti að fara fram uppgjör, „nauðsynlegt væri að fyrir liggi skjal sem geymir upplýsingar um allt sem gert var. Hvar, hvernig á hvaða grundvelli ákvarðanir voru teknar,“ skrifaði Björn meðal annars.

Þáttinn er hægt að hlusta í spilaranum hér neðar en Covid umræðan byrjar á mín. 47:20


Skildu eftir skilaboð