September er að leiða okkur áfram inní frekari úrvinnslu en í henni felst mikil hreinsun, mikil afhjúpun og mikil heilun.
Í september eru helst 2 atburðir sem hafa úrslitaáhrif í mánuðinum í stjörnuspekinni vedísku og fyrst má nefna að Merkúr er að fara afturábak (retrograde) venjulega þegar það gerist verða tafir, rafmagnaðir hlutir bila og ýmislegt gengur á afturfótunum en hér er um öðruvísi afturvirkan Merkúr að ræða af því Merkúr verður í meyjunni sem magnar hann allan upp.
Þegar pláneta fer afturábak eru áhrif hennar öflugri og er hún nær jörðu og er því meira ríkjandi og styrkleikar hennar hafa áhrif á líf okkar. Annað sem er mikilvægt er að Merkúr verður í mótstöðu við Júpíter. Merkúr í sínu veldismesta merki Meyjunni og Júpíter í sínu uppáhalds merki, fiskunum, og þessar tvær stjörnur munu varpa kröftum sínum hver á aðra.
Júpíter er mjög sterkur og kastar núna orku sinni á Merkúr allan mánuðinn.
Gúrú og Búdda ríkja í mánuðinum
Hvað ber það í skauti sér? Júpíter snýst aðallega um andlega orku og sannleikann, hann er heimspekingurinn, hann er sannleiksleitandinn og með þessu snýst allt um að læra og kenna og Jupiter er stundum kallaður gúrú í vediskri stjörnuspeki og Merkúr Búddha. Þeir tveir eru þarna hver á móti öðrum allan mánuðinn.
Merkúr snýst allt um gáfnafar, hvernig við hugsum, heilann, meðvitund, hvernig við vinnum úr upplýsingum.. fólk sem er með mikinn Merkúr í kortinu sínu eru einstakir hugsuðir því mun allt í þessum mánuði snúast um hugann og meðvitund og þróun visku okkar. Þetta er heillandi. Allan mánuðinn eru þessir hugarstraumar opnir svo við höfum kjöraðstæður fyrir huglægan skýrleika og meðvitaða visku. Þegar pláneta fer aftur á bak fer einhvern veginn allt afturábak af því við vitum ekki alltaf hvernig við eigum að nýta okkur þessa öfugu orku. Því eins og sjávaraldan fellur að þarf hún líka að falla frá til baka til að komast áfram og þá er tími til að endurskoða og rýna í ýmislegt sem hefur verið í gangi.
Þegar Júpíter magnar svona orku Merkúrs í Meyjarmerkinu höfum við einstaka afstöðu. Nú er tími hjá okkur til að taka nokkur skref til baka og skoða og skilgreina hvað það er sem ekki gekk upp í fortíðinni. Þetta mun hafa mikil áhrif á stærstu viðburði sem við stöndum frammi fyrir núna í heiminum eins og stríðið, faraldurinn og fleira því nú munum við skoða og rannsaka hvað hefur verið að gerast og það með miklum skýrleika. Það er svo einstakt við þetta tímabil. Þetta er tímabil skýrleika og fágaðrar vitundar.
Merkúr gefur okkur núna skýrleika og gegnumsæi þar sem við munum sjá staðreyndirnar og sannleikann í fegurð mögnunar þeirrar sem Júpíter gefur Merkúr með ennþá meira vægi. Merkúr fer afturábak nákvæmlega þann 9. september og aftur áfram þann 2. október. Það verða hins vegar 3 nákvæmar mótstöður gagnvart Júpíter þegar Merkúr fer fram og til baka og skarast á við Júpíter. Þær verða þann 9. sept verður Merkúr 2 gráður í Meyju akkúrat á móti Júpíter. Þann 18. sept verður Merkúr aftur í 10 gráður í meyju á móti Júpíter og í það þriðja sinn 11 okt í 7 gr í meyju beint á móti Júpíter. Ef þú hefur einhverjar plánetur í þessum gráðum muntu eiga stundir þar sem hlutirnir opinberast fyrir þér eins og kveikt væri á ljósaperu fyrir ofan höfuðið. Þegar Merkú er í þessum gráðum er Júpíter á móti og það færir ljósið inn í huga okkar og allt í einu sjáum við í gegnum huluna sannleikann sem er í gangi. Hversu fallegt verður það? Þessu fylgir mikil vöknun og á þessum tíma mun ýmislegt afhjúpast og sannleikurinn verður skýrari en nokkru sinni.
Það hvernig við iðkum samskipti mun líka breytast og hvernig miðlarnir fjalla um hlutina Merkúr stýrir miðlunum. Merkúr fer að jafnaði 3 sinnum á ári í afturvirkan gír og á hverju ári er hann í sama elementi í afturvirkni sinni en árið 2022 er Merkúr afturvirkur í jarðarfrumefninu. Hvernig tengist meyjan jörðinni? Meyjan er gífurlega nákvæm og mjög greinandi en jarðarmerki fást við peninga en einnig við vinnusemi og líka fæðu, næringu og heilsuvörur. Svo allt sem hefur með fæðu að gera og næringu og hvernig fæðan kemst á borðið hjá okkur verður afhjúpað og það kemur heilun með þessu, gleymum samt ekki að meyjan fæst við heilsuna og heilunina og með afstöðu Júpíters til Merkúrs núna mun allt sem verið hefur í gangi með þessum veirum um allan heim nú afhjúpað.
Hvað er á bak við leyndardóminn í þessu er þetta eitthvað tengt stjórnmálum? Hvaðan kom vírusinn ? Allt sem snýr að heilsu, fæðu og hvernig við munum ná að halda heilsu þetta kemur allt í ljós í þessari afstöðu. Flest okkar hugsa, þetta getur nú ekki verið satt, þegar ýmislegt kemur upp á yfirborðið en staðreyndirnar munu tala sínu máli. Merkúr afturvirkur á móti Júpíter snýst allt um að fræðast en einnig um ferðalög, svo þetta verður góður tími til að ferðast, jafnvel þó það verði einhverjar tafir á leiðinni. Þegar þú ert kominn á áfangastað er tími til að slaka, hugsa, greina og skoða hlutina í allri ró og þá kemur sannleikurinn og mátturinn og margir munu gera sér grein fyrir ýmsu í sínu persónulega lífi.
Kreppa vegna OPEC 1975 og Víetnamsstríðið í sömu afstöðu
Ef við skoðum hvað gerðist síðast þegar þessi afstaða var, því stjörnuspekin fer alltaf í hringi og við skoðum aftur í tímann tímabil þar sem sama afstaða var á stjörnunum og hringrásin sýnir okkur hvaða mynstur eru í gangi á hverjum tíma svo við getum jafnvel undirbúið okkur. Júpíter fer í gegnum öll merkin í dýrahringnum á 10-12 ára fresti. Ég er núna að skoða Júpíter í fiskum sem er líka mótstæður við Merkur sem er afturvirkur í meyju. Hvenær gerðist það síðast og já hérna er Júpíter einnig afturvirkur. Afturvirkni snýst líka um að skoða fortíðina og skoða hvað gerðist áður og afhjúpa það til að sjá raunverulega hvað er að gerast með endurmati. Þessi staða var síðast í stjörnunum í október 1975. Þá voru þeir mótstæðir en reyndar í aðeins seinni gráðum fiska og meyju en samt sem áður. Þetta er mjög merkilegt því á þessum tíma var efnahagshrun sem OPEC olli með háu olíu og bensínverði til að ná hæstu hæðum og ég man að á þessum tíma voru raðirnar á bensínstöðina nokkrar götur, þetta var miklu verra en í dag. Þetta er sögulegt því nú er það sama að gerast eldsneytisverð eru að blása upp í hæstu hæðir.
Annað sem gerðist á þessu ári og hlustið nú: ríkisstjórnin lagði fram himinháar upphæðir í hvað? Já Víetnam stríðið. Hvað er Bandaríkjastjórn að eyða 30-40 milljónum dollara í núna? Úkraínu stríðið, afar keimlíkt, stríð og eldsneytisverð. Hér er samt falleg vonarglæta í öllu saman því árið 1975 var líka árið sem Víetnamstríðið endaði, það var hræðilegt stríð. Við skulum því vona að það sem gerist núna séu lokin á þessum styrjöldum og vandamálum með eldsneyti. Það er von til að skýrleikinn sem kemur með afhjúpununum gefi okkur heilun á vandanum, því þessar plánetur Merkur og Júpíter eru að valdefla hver aðra og afturvirknin færir svo mikinn skýrleika á vandanum og núna er tími hinnar dýpstu visku til að skína í krafti síns sannleika.
Seinni úrslitaáhrif mánaðarins er Merkúr á móti Júpíter og núna kemur upp reiðin og ringulreiðin sem upp kemur með hráum sannleikanum, því Satúrnus og Úranús verða í fjórkantstöðu báðar í 24 gráðum Satúrnus við Steingeit og Úranus við hrút og klekkja þannig út mánuðinn og þetta er önnur ástæða þess að svo mikill slagkraftur verður í hlutunum. Þetta gerðist 3 sinnum á árinu 2021, þessi staða Satúrnusar og Úranusar, þær fara svona fram og til baka núna í 4. og síðasta skipti en eru núna á mikilli hægferð. Þegar pláneta er í hægagangi er hún öflugri og þess vegna er krafturinn margfaldur í hundraðatali. Úranus er líka afturvirkur í þessari stöðu og snerist aftur þann 24. ágúst og er ennþá í miklum hægagangi og Satúrnus snýst áfram þann 24. október í 24 gráðum svo það er í þessum 24,` gráðum í nokkra mánuði. Ef þú hefur einhverja plánetu í þessum 24 gráðum í vedískri stjörnuspeki munu einhver stórkostleg umskipti verða í lifi þínu á þessum tíma og munið þetta horn gerist aðeins á 11 ára fresti og hefur alltaf eitthvað að gera með jarðskjálfta, hryðjuverkaárásir og flugvélahrap. Þarna mun því hitna heldur betur í kolunum í lok september.
Annað sem vert er að nefna er að Satúrnus stýrir ríkisstjórnum, það verða því meiri háttar uppþot og uppreisnir gegn stjórnvöldum um heim allan og hefur þegar hafist. En bíðið bara því uppsteitið er rétt svo að byrja. Nú mun allt þetta gamla siðlausa þurfa að víkja og enda það verður ekki látið viðgangast lengur. Þetta eru meiriháttar tímar og Merkúr kemur nú inn með allar staðreyndirnar og sannindin um hvað gerst hefur síðan 2020 og við fáum það óþvegið í andlitið sérstaklega með styrk Júpíters.
Myrkvatíð en gjöf innri hugljómunar
Annað sem hefur áhrif í mánuðinum er að Mars er í nauti allan mánuðinn og Mars er einnig að fara í sína afturvirkni og mun fara að hægja á sér og fer afturábak 30. okt og þá mun reiðin virkilega sjóða upp úr eftir allan sannleikann. Mars er í nauti frá 10.-15. okt. Þann 15. okt fer Mars inn í tvíbura og verður þar til 13. nóv. Eftir 13. nóv fer hann aftur inn í naut og verður þar til 12. mars.
Síðast þegar Mars var afturvirkur í nauti, og ég er með tvö tilvik, síðast árið 2008 og 1991. Á þessum árum báðum tveim var alvarleg kreppa í fjármálum heimsins. Þetta sjáum við aftur og í öllu sem er búið að ganga á undanfarið með stríði og veiru og lokunum, þetta er alvarleg kreppa og verður út árið og varir inn í ársbyrjun 2023. Þetta er allt að magnast upp því það sem framundan er ekki bara Mars afturvirkur þann 30. okt heldur einnig sólmyrkvinn þann 25. okt og tunglmyrkvi þann 8. nóv. Á tímabilinu frá 25. okt til 8. nóv höfum við myrkvatíð milli sólar og tunglmyrkva og þar brýst allt saman út og í þetta stefnir allt.
Það sem er gott að gera á þessum tíma er að vinna í sjálfum sér. Hér er Merkúr svona sterkur og gefur tækifæri til að skoða djúpt inn í sjálfan sig og skoða hvað þarf að heila og hvað þarf að bæta því það mun blasa við og andlegu skilaboð mín til þín þennan mánuðinn er að hlusta á innri leiðsögnina innri röddina sem mun tala hærra við þig en nokkru sinni áður og mun gefa þér færi á að lækna líf þitt og engar áhyggjur því heimurinn mun einnig heilast kannski ekki alveg jafn hratt og þú myndir vilja en það er að gerast og þetta færir stjörnuspekin okkur til að við getum betur þekkt okkur sjálf og vitað af hverju hlutirnir eru í því ferli sem þeir eru því þessi stund og tímar sem við lifum nú á eru kraftmestu tímar sögunnar fyrir heiminn að ganga í gegnum umbreytingu og umskipti og það sama á við um þinn andlega vöxt og líf þitt. Aldrei hefur annar eins timi til vöknunar gefist. Ljósaperan mun smellkvikna og skína skærar en nokkru sinni fyrir þig og skýrleiki og gegnumsæi og sýn yfir atburði ársins 2020, bæði inn í aðstæður heimsins og líf þitt og skína til að leiða þig á þann veg sem þú munt þurfa að þræða því þetta er gjöf innri handleiðslu. Ekki efast um það eina sekúndu því þessar mikilsverðu upplýsingar eru nú faldar. Skoðaðu nú vel hlutina í kringum þig á þessu ótrúlega tímabili og þú mátt aðeins búast við því óvænta sem mun gerast og heimurinn er að ganga í gegnum dramatísk umskipti og verður aldrei samur, nú er verið að telja niður, búðu þig undir flugtak.
Þannig lokar Joni Patry skýringu sinni fyrir septembermánuð.
Elín Halldórsdóttir tók saman og þýddi.