Tveir Fjölnismenn létust skyndilega – Októberfest aflýst

frettinInnlendarLeave a Comment

Íþróttafélagið Fjölnir í Grafarvogi hefur sent frá sér tilkynningu á vef sínum þess efnis að Októberfest verði aflýst í ár þar sem tveir í félaginu hafi látist skyndilega nýverið. Ljóst er að mikil sorg er meðal félagsmanna.

„Vegna skyndilegra fráfalla tveggja Fjölnismanna og utanaðkomandi aðstæðna hefur verið ákveðið að aflýsa Októberfest í ár. Við hvetjum alla til að standa saman í Fjölnisfjölskyldunni,“ segir í tilkynningu.

Íþróttafélagið vonast til að geta haldið haustgleði á næst ári. „Þau sem höfðu keypt miða fá endurgreitt. Við hjá Ungmennafélaginu Fjölni sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda. Sjáumst á Októberfest á næsta ári, 23.09.23.“

Mennirnir sem um ræðir voru báðir mjög virkir í félagsstarfi Fjölnis og voru á fimmtugsaldri.

Fréttin sendir aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.

Tilkynningin er hér neðar.


Image

Skildu eftir skilaboð