Mörg dæmi eru um að starfsmenn barnaverndaryfirvalda á Íslandi skáldi upp skýrslur um atvik í barnaverndarmálum og jafnvel nýti sér aðstæður sem þeir hafa sjálfir skapað fjölskyldum í þeim tilgangi að taka börn frá foreldrum sínum. Þetta kom fram í máli Söru Pálsdóttur lögmanns í síðdegisútvarpinu í dag á Útvarpi Sögu.
Sara segir að þegar hún hafi farið að vinna að málum sem tengist barnavernd, sér í lagi málum fósturbarna hafi hún fljótlega gert sér grein fyrir því að pottur væri víða brotinn í kerfinu svo vægt sé til orða tekið, hún hafi í fyrstu leitað með ýmis mál þar sem hún taldi brotið á réttindum barna af hálfu barnaverndaryfirvalda til þar til bærra aðila en tilhneiging kerfisins hafi verið sú að leggja blessun sína yfir þá háttsemi sem var viðhöfð gagnvart börnunum.
Því hafi hún ákveðið að vekja athygli á því hvernig þessum málum væri háttað á Íslandi og hóf að skrifa pistla um brot barnaverndaryfirvalda gegn börnunum en í nýlegri grein hennar á Vísi fer hún yfir þær misfellur og lögbrot barnaverndar sem upp hafa komist um í gegnum tíðina.
Eitt málanna varðar til dæmis barn foreldra sem sett hafði verið í fóstur á fósturheimili og var barnið notað sem viðfangsefni í þættinum Fósturbörn án þess að leitað hafði verið samþykki fyrir því hjá foreldrunum eða þeir látnir vita hvað til stæði. Foreldrar barnsins fengu áfall þegar þeir komust að því að barnið væri í þættinum og er skemmst frá því að segja að þau jöfnuðu sig aldrei á því.
Enginn axlar ábyrgð
Hún segir að það sem verra sé er að enginn sé að axla ábyrgð á þeim málum þar sem upp hefur komist að brotið hefur verið gagnvart börnum af hálfu barnaverndaryfirvalda.
„en auðvitað er þetta fyrst og fremst á ábyrgð stjórnvalda, starfsmönnum barnaverndar og síðan úrskurðaraðila og dómstóla að tryggja að hér sé við lýði kerfi sem að virðir mannréttindi, sem virðir friðhelgi einkalífs þeirra fjölskyldna sem einhverra hluta vegna að vera skjólstæðingar barnaverndarkerfisins og ég er að gagnrýna það harðlega í þessum pistli að það er enginn að axla þessa ábyrgð“segir Sara.
Hún segist hafa séð það of oft að dómstólar treysti um of á starfsmenn barnaverndar sem og barnaverndarnefndirnar sjálfar treysta um of að barnaverndarstarfsmennirnir séu að vinna rétt og það sé ekki farið ofan í saumana á þeim málum sem kvartað sé undan eða hafa verið kærð.
„þegar ég hef verið að benda á misfellurnar fyrir dómi eða úrskurðarnefnd velferðarmála þá er ekki verið að hlusta eða taka mark á því sem verið sé að segja og það er verið að horfa fram hjá þessum mannréttindum og allt of oft verið að staðfesta eitthvað sem á ekki við rök að styðjast“
Dómstólar hunsa ábendingar um uppskáldaðar skýrslur barnaverndaryfirvalda
Hún segir að svo virðist sem kerfið verji sjálft sig, það megi meðal annars sjá á viðbrögðum dómstóla í málum þar sem uppskáldaðar skýrslur starfsmanna barnavernda eru notaðar sem gögn í viðkvæmum málum.
„til dæmis í einu barnaverndarmáli sem ég var með áttaði ég mig á því að það væri verið að skrifa rangar skýrslur um umbjóðanda minn af hálfu barnaverndar og svo voru þessi ósannindi og rangfærslur notaðar gegn henni til þess að leitast eftir því að svipta henni barninu hennar, fyrir mér blasti þarna við að verið væri að fremja alvarlegt lögbrot af hálfu barnaverndar og þegar ég reyndi að benda á þetta ítrekað bæði þegar ég fór með málið fyrir kærunefnd velferðarmála og líka þegar ég fór með málið fyrir dómstóla þá voru viðbrögð þessara aðila þau að hunsa þessar málsástæður algerlega, þeir fjölluðu ekkert um þetta og minntust ekkert á þetta en samt voru þetta grundvallaratriði í málinu og þarna áttaði ég mig á því að ég gæti ekki treyst á dómstóla“.
Sara segist einnig hafa kært hegningarlagabrotin til lögreglu því málið sé það alvarlegs eðlis, en viðbrögð lögreglu hafi verið að gera ekkert í málunum, ekki hafi verið hafin rannsókn og svo hafi þeim verið vísað frá, þá hafi Umboðsmaður Alþingis einnig hunsað málin.
Lögmaðurinn bendir á að það sé brýn þörf á því að börn fái talsmann til þess að tala máli þeirra í stað, því þarna sé réttur barna og foreldra margbrotin.
„þarna þyrfti líka að vera aðili sem tekur upp hanskann fyrst og fremst fyrir barnið með hagsmuni þess eingöngu í huga“
Þáttinn er hægt að hlusta á hér.
One Comment on “Starfsmenn barnaverndar sekir um að skálda upp skýrslur – dómstólar og lögregla kóa með”
Get staðfest að barnaverndarnefnd vinnur vinnu sina ekki alltaf af aluð og heiðarleika. Minnist þess gott þegar eg og barnsmoðir min vorum við það að skilja að þa kom upp oheppilegt mal sem barnavernd blandaði ser inn i. Bæði eg og moðir vorum boðuð a fund barnaverndar i Hafnarfirði. Barnsmoðir min fyrst og svo eg a eftir. I viðtalinu var mer goðfuslega bent a að lögheimili barnsins var hja mer og við skilnað fengi barnsmoðir min þ.a.l ekki husaleigubætur, meðlag osfrv. Eg benti a að það væri ekki a minni abyrgð að tryggja lifsviðurværi barnsmoður minnar og her yrði hun einfaldlega að sætta sig við að hafa fyrir lifinu eins og allir aðrir. Að gefa fra mer lögheimilið væri ekki inni i myndinni. Hins vegar myndi eg ekki sækjast eftir meðlagi ef ut i það væri farið.
Þær 2 konur sem voru starfsmenn barnaverndar Hfj voru i kringum 30 ara og hin var öðrum hvorum megin við sextugt. Er eg sagðist ekki ætla að gefa fra mer lögheimilið þa sagði su eldri að eg gæti þa orðið botaskyldur barnsmoður minni fyrir þeim peningum sem hun missir þa af (þ.e husaleigubætur og meðlg). Er eg bað um að fa að sj reglur ig lög þar að lutandi gat hun ekkert sagt end var tilgangurinn ekki að segja sannleikann her heldur að hjalpa vesalings moðurinni. Frekari orð eru oþörf.