Fréttinni bárust í dag upplýsingar frá föður nemanda sem stundar nám við tölvudeild Tækniskólans um að sonur hans hafi ekki getað stundað námið við skólann í eina viku vegna netárásár sem gerð var á skólann í síðustu viku. Eftir því sem Fréttin kemst næst þá er um að ræða alvarlega árás og hefur skólinn átt erfitt með að bregðast við og mörg gögn eru glötuð. Þá fékk Fréttin einnig ábendingar þess efnis að hakkararnir sem virðast hafa hertekið innri vef skólans fari nú fram á greiðslur gegn afhendingu gagnanna.
Fréttin sló á þráðinn til Hildar Ingvarsdóttur skólameistara Tækniskólans og spurði hana út í málið og hvort hún gæti staðfest þessar upplýsingar. Hildur vildi lítið hjá sig um málið nema að því leiti að upplýsingar um netárásina væri að finna á heimasíðu skólans og að verið væri að vinna í málinu. Blaðamaður spurði hvort rétt væri að hakkarar væru að fara fram á greiðslur fyrir gögnin og svaraði Hildur því að eðli málsins samkvæmt þá fara hakkarar oftast fram á greiðslur gegn afhendinu gagna en vildi ekki tjá sig um hversu mikla fjármuni væri verið að fara fram á. Hildur sagðist að öðru leiti ekki getað tjáð sig um málið eða hversu mikið tjónið væri.
Blaðamaður hafði einnig samband við menntamálaráðuneytið sem vildi líka tjá sig sem minnst um málið og vísaði fyrirspurn til stjórnenda Tækniskólans. Blaðamaður spurði þá hvernig menntamálaráðuneytið hyggðist bregðast við árásinni og var honum þá bent á að senda fyrirspurn í tölvupósti.
Árásin hlýtur að teljast mikið áfall fyrir Tækniskólann þar sem skólinn kennir foritun og er með nokkra af færustu forriturum landsins sem kenna þar og því með ólíkindum að illa gangi að bregðast við árásinni og spyrja menn sig einnig að því hvers vegna ekki hafi verið búið að tryggja svokallað "backup" af gögnunum sem ætti að leysa málið á skammri stundu.
Þetta gefur einnig til kynna að þar sem svo auðvelt er fyrir hakkara að komast inn í kerfi Tækniskólans og valda svo miklum skaða, þá sé hugsanlegt að fleiri árásir séu framundan gegn fleiri stofnunum, ráðuneytum og jafnvel bönkum.
Nemendur Tækniskólans verða því að vona að skólinn geti bætt úr þeim skaða sem orðinn er og vonandi komast þeir aftur í skólann sem allra fyrst.
Leitað hefur verið til sérfræðinga á sviði netöryggismála og Tækniskólinn hefur beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem árásin hefur valdið.