Nýlega ákváðu dönsk heilbrigðisyfirvöld að hætta að gera Covid bóluefni og örvunarlyf aðgengileg almenningi undir 50 ára aldri, og athuga þarf að hér er rætt um almenning, það eru undantekningar frá reglunum.
Þessi áhugaverða þróun, og sú staðreynd að rökin fyrir þessari ákvörðun hafa ekki verið útskýrð á réttan hátt, hefur greinilega valdið usla meðal þeirra sem hafa þann starfa að vernda orðspor þessara lyfja.
Flora Teoh, vísindaritstjóri „staðreyndaskoðunar“-vefsíðunnar Health Feedback, hefur nú skrifað grein þar sem reynt er að hafna því að dönsk yfirvöld hafi í raun og veru bannað efnin fyrir þennan hóp. Grein Teoh er dæmigerð staðreyndaskoðunargrein.
Hún byrjar á því að setja fram fullyrðingu - „Danmörk bannaði COVID-19 bóluefni fyrir alla yngri en 50 ára“ - sem hún gengur síðan í að hrekja, en vandinn er að enginn hefur í raun fullyrt þetta. Orðið „allir“ er hér lykilatriði.
Í grein Teoh er meðal annars vísað í tíst Toby Young hjá breska miðlinum Daily Sceptic, þar sem vitnað er í grein Þorsteins Siglaugssonar um ákvörðun Dana. Í dag birti Daily Sceptic viðbrögð Þorsteins, en þar kemur fram að ekki aðeins grundvallist „staðreyndaskoðun“ Teoh á strámannsrökum, heldur eru einnig taldar upp fjölmargar rangfærslur og órökstuddar fullyrðingar hennar sjálfrar.
Grein Þorsteins er áhugaverð lesning, því hún sýnir glöggt hvernig vinnubrögð hinna svonefndu „staðreyndaskoðara“ eru.