Elon Musk víkur hvergi með Starlink

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr ÖldudóttirLeave a Comment

 

Bandaríski ofurverkfræðingurinn Elon Musk tilkynnti um það á Twitter í gær að Starlink gervihnattanetþjónustan sé nú virk í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu meðtöldu.

Athygli vakti fyrirspurn netverja sem spurði að því hvort Starlink-netþjónustan yrði í boði fyrir almenning í Íran. Musk svaraði því þannig að „hann myndi óska eftir undanþágu frá refsiaðgerðunum“ til að það geti orðið að veruleika.

Vonir eru bundnar við að Starlink, sem er gervihnatta-internet sett upp með SpaceX verkefni Musk, geti veitt jafnt þeim sem búa afskekkt sem og öllum öðrum í heiminum, hraða og örugga netþjónustu. Elon Musk virðist því ekki ætla að láta skæting á milli ríkisstjórna einstakra svæða hafa áhrif á það.

Skildu eftir skilaboð