Páll skipstjóri svarar grein Þórðar Snæs á Kjarnanum

frettinInnlendarLeave a Comment

Þórður Snær Júlíusson skrifar í dag langa „aðsenda grein“ á vefsíðunni Kjarnanum sem hann sjálfur stýrir, þar sem hann fjallar um rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum; honum sjálfum, Aðalsteini Kjartanssyni, Þóru Arnórsdóttur og Arnari Þór Ingólfssyni, „umfjöllun fjölmiðla um málið, aðkomu stjórnmálamanna og það sem gögn málsins sýna að átt hafi sér stað.“ Grein Þórðar má lesa hér.

Páli Steingrímssyni skipstjóra, sem var byrlað eitur, síma hans stolið og símagögn afrituð á RÚV, svarar Þórði Snæ á facebook síðu sinni í dag og segir:

„Svar til Þórðar Snæs...

Ég tók ákvörðun 28. maí 2021 að reka mál þetta ekki í fjölmiðlum. Þögn er ekki það sama og samþykki Þórður Snær og því má ekki líta á það sem samþykki fyrir skrifum þessara sakborninga að ég reyni að halda mér til hlés.

Illskan á sér hins vegar engin takmörk hjá þessum hópi og það að misnota fjölskylduharmleik og veikan einstakling með ekkert sjúkdómsinnsæi er það lágkúrulegasta sem ég veit. Viðkomandi er öryggisvistaður á sjúkrahúsi, hefur verið það undanfarna mánuði og verður áfram. Það gerist ekki af því bara. Þórður Snær, þetta er ljótt! Misnotkun sakborninga á þessum einstakling er ljót!

Hvað mig varðar þá vil ég þó ítreka eitt. Ég hef margsinnis lýst því yfir að frásagnir þessara fréttasmiða og sakborninga eigi ekki við rök að styðjast. Skæruliðadeild til höfuðs blaðamönnum er og hefur ætíð verið hugarburður Þórðar Snæs og samverkafólks hans. Snúið var út úr samtölum í öðrum meintum afhjúpunum til að mála þá mynd sem þeir vildu, þ.e.a.s. að þeir væru fórnarlömb og allir sem hafa beina eða óbeina tengingu við Samherja eru hrottar.

Ég kærði stuld á síma en engan einstakling. Það er rannsókn lögreglu sem leiddi til þess að Þórður Snær og fleiri blaðamenn fengu stöðu sakbornings. Hvað lögreglan hefur annað undir höndum en það sem ég hef fengið veit ég ekkert um. Talandi um gögn undir höndum, Þórður Snær gerir mikið úr því að ég hafi sömu gögn og þeir. Rannsóknarblaðamaðurinn er greinilega ekki betur að sér en svo að á liðnu sumri var lögum breytt sem veita brotaþolum meiri aðgang að gögnum en áður. Það er því ekkert óeðlilegt við þetta. Ég hef aðeins farið í tvær yfirheyrslur en Þórður Snær býr til yfirheyrslur úr þeim staðreyndum að ég ræddi í tvígang við lögreglumann þegar ég afhenti lögreglunni símann minn og fékk frest til að útvega mér nýjan síma.

Þórður Snær byrjar langloku sína á að vegna manngæsku sinnar og nærgætni við aðra þá vilji hann ekki nafngreina alla. Hann hins vegar nafngreinir nákvæmlega alla aðila nema þrjá. Það eru:

- Helgi Seljan
- Lára V. Júlíusdóttir (formaður bankaráðs við húsleit Seðlabankans hjá Samherja 2012)
- Ingi Freyr Vilhjálmsson

Þetta er öll nærgætnin við almenning. Hann nefnir brotaþola, lögreglumenn sem hafa ekkert með málið að gera og ég fór fram á að kæmu ekki að málinu, svo og réttargæslumann. En af hverju nefnir hann ekki aðkomu þessara aðila?

Þórður Snær telur sig vera að gæta að gagnsæi með því að afhenda Blaðamannafélag Íslands, hvar varaformaðurinn er jafnframt sakborningur, öll gögn málsins. Á Blaðamannafélagið að vera, við þær kringumstæður, betur í stakk búið að rannsaka málið en lögreglan eða dómstólar?

Hvað er það annað en kæling þegar þrír ríkisstyrktir fjölmiðlar ráðast á einstakling sem skrifar á samfélagsmiðla eða sendir fjölmiðlum einstaka sinnum greinar? En kæling eða ekki kæling, aðfarirnar að veikum einstakling eru óafsakanlegar.
Þórði Snæ er einnig tíðrætt um fagmennsku. Hann segist aldrei hafa hafnað því að mæta í skýrslutöku en lýsti því yfir í fjölmiðlum 1. mars síðastliðinn að ef hann yrði boðaður myndi hann kæra. Úr frétt Vísis 1. mars:

Þórður Snær „Ritstjóri Kjarnans á ekki von á að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra muni halda til streitu yfirheyrslum á fjórum blaðamönnum eftir að héraðsdómur kvað upp úr um ólögmæti þess að einn þeirra yrði yfirheyrður með stöðu sakbornings. Hann segist munu kæra ef lögreglan geri slíkt.

Eins og ég hef nefnt þá vil ég að málið sé rannsakað og upplýst af lögreglu, ekki af Þórði Snæ eða mér. Ég hins vegar hef upplýst lögreglu um atriði sem ég hef komist að og mun hjálpa til eins og óskað er eftir, annað en þessir sakborningar sem hafa gert allt til þess að tefja rannsókn málsins. Þórði Snæ mun ég hins vegar svara betur þegar sá tími kemur. Að lokum vil ég segja að ég frábýð mér allar tilraunir þessa hóps til að gera sig að fórnarlömbum og varpa ábyrgð á brotaþola og fárveikan einstakling sem hefur hvorki sjúkdómsinnsæi eða veruleikaskyn. Lægra getur Þórður Snær ekki sokkið.“


ImageImage

Skildu eftir skilaboð