Ritstjóra Fréttarinnar vísað frá borði í vél Icelandair

frettinInnlendar14 Comments

Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar, ásamt öðrum blaðamanni miðilsins áttu flug með Icelandair til München í morgun og áfram til Moskvu. Tilefni ferðalagsins voru kosningar í Úkraínu sem nú eru hafnar.

Þegar Margrét steig um borð í vélina segir flugfreyja að ekkert pláss sé fyrir handfarangur hennar og tók hann. Margrét, sem átti sæti í röð 11, sér þegar hún kemur að sætinu að nóg pláss er í farangurshólfinu og biður um að fá að hafa töskuna þar sem hún hafði greitt fyrir. En það samþykkti flugfreyjan ekki.

Auk þess benti flugfreyjan, sem sjálf var ekki með grímu, á að það væri grímuskylda í vélinni. Margrét sagði að það væri fyrir löngu búið að fella niður þá skyldu hér á landi.

Að lokum samþykkti Margrét að setja upp grímu og að taskan færi niður. Flugfreyjan vildi samt sem áður vísa henni frá borði en Margrét samþykkti það ekki. Var þá kallað á lögregluna og beðið í um 15 mínútur eftir henni og því seinkaði brottför vélarinnar sem því nam. Lögreglan fylgdi Margréti síðan út og að þjónustuborði Icelandair þar sem hún ræddi við starfsfólk félagsins.

Blaðamaður Fréttarinnar talaði við Guðna Sigurðsson samskiptastjóra Icelandair sem sagðist ekki hafa heyrt um málið, en virðist þó hafa verið búinn að tala við Fréttablaðið áður.

Guðni sagði að grímuskylda væri í flugi til Þýskalands og Kanada og að það ætti við þó vélin væri enn á Íslandi.

Aðspurður á hvaða tímapunkti farþegi þurfi að setja upp grímuna, svaraði hann því að það væri áður en vélin færi af stað.

Að öðru leyti sagðist Guðni ekki vilja tjá sig um mál einstakra aðila.

Annar blaðamaður Fréttarinnar hélt þó áfram för, með grímu á andlitinu, til Moskvu til að fylgjast með kosningum í Úkraínu.

14 Comments on “Ritstjóra Fréttarinnar vísað frá borði í vél Icelandair”

  1. Fáránleg meðvirkni Icelandair með þýsku og kanadísku ofstæki. Stenst þetta nokkur lög?

  2. Það er mjög gott mál að Fréttin skuli fjalla um mál eins og Covid-þvinganir, þið eigið hrós skilið.

  3. Kallast það núna ´athyglissýki´ að fjalla um fáránlegar Covid-þvinganir?!

  4. „Athyglissýki“, áhugavert……….Ætli svona kreddumenn fái borgað fyrir að halda fram svona eindæmis þvælu, eða er þetta alveg á þeirra kostnað. Ég get ekki annað lesið út úr þessu en að viðkomandi hafi lent í klónum á einhverjum bullum sem eru búnar að hreinsa huga sinn öllu sem kallast mannlegt eðli og troða þar inn ranghugmyndum og andúð gegn náunganum. Kallast því einfalda nafni „Kommúnismi“.

  5. Þetta virkar á mig að þarna sé verið að koma í veg fyrir frétta fluttning af kosningunum í Úkraínu, ef svo er hversvegna? Og hversvegna fékk Magga ekki að hafa handfarángurinn með sér þegar að nóg pláss var í farangurshólfinu??

  6. Skyldu fótboltamennirnir í Þýskalandi sem greinst hafa með krabbamein í eistum, líka athyglissjúkir?
    Af hverju spiluðu þeir ekki með grímur? Þá hefði krabbameinið sko ekki fundið þá.

  7. Áhugavert að skoða sum komentin hér, þau virðast lykta af meðvirkni með manneskju sem finnst hún yfir það hafin að fara eftir lögum og reglum. Ég mun aldrei styðja miðil sem slík manneskja er í forsvari fyrir.

  8. Fór með lest frá Hollandi til Þýskalands í byrjun Maí. Á þeim tíma var engin grímuskylda í Hollandi en enn í Þýskalandi þ.e.a.s. í lestum,strætó og í flugi. Þegar lestin fór yfir landamærin til Þýskalands glumdi í hátalarakerfi að núna þyrftum við að setja upp grímunar til að fara eftir þýskum lögum. Fólk hló bara af þessari vitleysu en engin allavega í mínum vagni setti upp grímuna. Hvernig getur Icelandair heimtað að fólk seti á sig grímu til að þóknast lögum sem eru enn í gildi í öðru landi þegar vélin er enn staðsett í Íslenskri lögsögu. Er það af því að ef flugfreyjan myndi kalla í hátalara kerfinu að núna erum við komin inn í þýska lögsögu og að allir þurfa núna að bera grímur að fólk myndi hlægja af svona vitleysu?

  9. Áhugavert að lesa skoða sum komentin hér skrifa einn og segist ekki muni stiðja þennann miðil, en kversvegna skildi viðkomandi þá lesa miðilinn og skrifar undir fréttina………..Þetta er flottur miðill og margir filgjast með þessum miðli og miklu fleiri en við höldum og er það gott mál….

  10. https://reopen.europa.eu/en/map/DEU/7012
    „Nationally, mask requirements for long-distance air and passenger transport remain in place.“

    https://www.lufthansa.com/xx/en/travel-briefing#at-the-destination
    „You are obliged to wear a medical face mask on board as well as on entering and leaving the aircraft. Please note that visors or masks with valves (or made of fabric) are not permitted on board.“

    https://www.adac.de/news/fliegen-corona/

    Það er enn skylda að vera með grímu til og frá Þýskalandi (til 1.október), hversu heimskulegt sem það er… Það er ekki hægt að kenna flugfélagi um þegar þau reyna að framfylgja þessum klikkuðu reglum.

  11. En Icelandair segir frá þessari skyldu á sinni síðu:
    https://www.icelandair.com/is/blogg/andlitsgrimur

    Það er ekki hægt að velja og hafna, Play er greinilega ekki með reglurnar á hreinu (kemur ekki á óvart…).

    Þessi frétt sem þú kvótar talar um plönin að aflétta grímuskyldunni 23.september, því var svo seinkað til 1.óktober.

    Ég er algjörlega á móti þessu grímu bulli, en ritstjóri ykkar, og þú, hefur einfaldlega rangt fyrir þér. Þess fyrir utan, um borð í flugvél er ekkert pláss fyrir egó, fyrir crew er það „my way or the highway,“ og þú hefur alltaf rangt fyrir þér sem farþeginn.

Skildu eftir skilaboð