Geir Ágústsson skrifar í gær 23.09.2022:
Erna Ýr Öldudóttir fjölmiðlakona er lent í Tyrklandi og hyggst fylgjast með ástandinu í Donbass. Furðar hún sig á því að fleiri fjölmiðlar hafi ekki þegið boð um að koma á svæðið og fylgjast með fálkaaugum með kosningum sem þar eiga að fara fram.
En bíddu nú við, er þetta ekki bara réttur blaðamaður á réttum stað? Eða rangur á réttum stað? Eða eitthvað slíkt?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga. Þeir geta gert það, en það er eins og að hlusta á hlandblautan krakka benda þér á svolítinn blett á bolnum þínum.
En bíddu nú við, er ekki bara verið að mæta á leikrit, sviðsett af innrásarríki, þar sem er búið að raða öllum hlutum rétt upp til að skapa hina fullkomnu sviðsmynd?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.
En verður eitthvað að marka? Kjörseðlum fleygt í ruslið og atkvæðatölur búnar til í Moskvu?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.
En fólkið? Er það ekki hrætt? Þorir það nokkur öðru en að lýsa yfir stuðningi við nýja landsherra sína? Segja blaðamönnum ósatt?
Fjölmiðlar sem þáðu ekki boð um að mæta á staðinn hafa engan rétt til að spyrja slíkra spurninga.
Blaðamenn sem sitja við skrifborð allan daginn og afrita pistla af CNN og BBC og kalla það fréttir eru alveg góðir og gildir. En þeir eru ekki á svæðinu. Þeir eru skrifborðsblaðamenn. Aðrir eru á vettvangi. Þeir sem þora.
One Comment on “Skrifborðsblaðamenn og blaðamenn”
Magnað.