Er ég öfgahægrimaður?

frettinGeir Ágústsson, Pistlar2 Comments

Eftir Geir Ágústsson:

Kosningar til ítalska þingsins fóru fram um daginn. Visir.is segir í fyrisögn frá í aðdraganda kosninga:

Hægri­flokkarnir stefna á stór­sigur með öfga­hægri­konu í farar­broddi

Á kjördegi segir Visir.is í fyrirsögn:

Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga

Á kosninganótt segir Visir.is í fyrirsögn:

Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu

Eftir að búið var að telja atkvæðin segir Visir.is:

Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd.

Er það þá ekki komið á hreint? Öfgahægrimenn! Öfgahægrikona! Öfgahægri-öfl! Öfgahægri ráðherra! Mussolini snúinn aftur, hvorki meira né minna!

En hvernig skilgreinir blaðamaður Visir.is svo hið ítalska hægri þvert á hægriflokkana?

Saman lofa þau lægri sköttum á orku og nauðsynjavörum og hlutfallsskatt fyrir aðila með sjálfstæðan atvinnurekstur. Þá vilja þau aflétta banni á kjarnorku í Ítalíu, auka framlög til fjölskyldna og taka á óreglulegum komum flóttamanna.

Þetta eru svo sannarlega miklir öfgar og Ítalir búnir að kjósa miklar hamfarir yfir sig!

Blaðamaður hefði getað kryddað þetta aðeins betur með því að benda á að hinn nýi öfgahægri sigurvegari ítölsku kosninganna er hlynntur veru Ítalíu í Evrópusambandinu og styður harðar aðgerðir gegn Rússum. Eða nei, bíddu við, það er ekki öfgahægri! Afsakið.

Þá hefði blaðamaður kannski getað kryddað skilgreiningu sína með afstöðu hins nýja öfgahægri stjórnmálamanns til réttar samkynhneigðra til að ættleiða, en um leið mætti spyrja sig af hverju góða vinstrið, sem hefur verið við völd seinustu ár, hafi ekki dansað í takt við væntingar Norður-Evrópubúa þar. Er ítalska vinstrið kannski öfgahægri? Og þá Ítalía öll?

Hvað um það. Ef marka má skilgreiningu blaðamanns á öfgahægri þá er ég mjög nálægt því að vera öfgahægrimaður og þarf bara að sætta mig við það. Hætti jafnvel á að einhver kalli mig fasista ef ég segi frá afstöðu minni til hárra skatta, en gott og vel.

Hvað á ég þá að kalla þá sem vilja læsa fólk heima hjá sér, sprauta í það tilraunakenndum lyfjum helst niður í ungabarnaaldur, að ríkisvaldið fái að ráðskast með fyrirtæki sem að nafninu til eru í einkaeigu og ritskoða opinbera umræðu?

Öfgavinstrimenn? Góða fólkið? Hvoru tveggja? Það er spurning.

2 Comments on “Er ég öfgahægrimaður?”

  1. Þetta heyrir maður líka predikað á RÚV (að sjálfsögðu) og mbl.is (sem er orðið líkara gamla Þjóðviljanum en gamla Mogganum). En er rétt að líkja Meloni við Mussolini? Höfum í huga að Mussolin var sósíalisti, en það er Meloni ekki. Hann var einræðisherra, það er Meloni ekki. Já, fólk ætti að kynna sér mannkynssöguna, Mussolini var sósalisti sem tók sér alræðisvöld. Það er hættan sem blasir við í Evrópu og Bandaríkjunum, að sósíalistar séu að taka sér einræðisvöld – að hætti Mussolini. Sjáum bara í Bandaríkjunum þar sem hægrimenn eru ritskoðaðir á samfélagsmiðlum í boði Demókrata. Eða í Evrópu, þar sem æðstiprestur vinstrimanna, Ursula von der Leyten, hótar þeim þjóðum sem fara ekki að vilja þeirra ýmsum refsiaðgerðum, spyrjið t.d. Englendinga og Ungverja um tólin (tools, hennar eigin orð) sem eru í vopnabúri nútímafasista þ.e.a.s. öfga-vinstrimanna. Þar liggur hættan að lýðræðið deyi drottni sínum (og við erum að verða vitni að því raungerast). Þess vegna, reynir þetta valdasjúka fólk, guðlausir Marxistar/Sósíalistar að hræða almenning með lygum. Hættan liggur á vinstri-vægnum, sjáið einhliða áróðurinn í fjölmiðlum. Allt á vinstri-vængi stjórnmála. Í Bandaríkjunum eru nokkrir stórir fjölmiðlar, ABC, CBS, NBC, CNN, MSNBC, New York Times, Washington Post, FOX News. Allir eru þeir nema FOX News í höndum vinstri-manna. Svo hvar liggur hin raunverulega hætta? Ekki láta blekkjast.

  2. Eftir að Evrópa hótaði að setja þvinganir á Ítalíu ef þeir kusu hægriflokkinn fóru ítalir að taka niður Evrópu fánann niður og settu ítalska fánann upp við sendiráðið 😁snillingar

Skildu eftir skilaboð