Kristín Þormar skrifar:
Nú virðist "heimsfaraldurinn" vera að renna skeið sitt á enda, en þá beinist áherslan meira að loftslagsvánni ógurlegu - sem ekki allir eru þó endilega sammála um að sé yfir höfuð til staðar.
Okkur er sagt að heimurinn sé nánast að renna út á tíma við að snúa þróuninni við.
Reyndar er það búið að vera reglulega í fréttunum í einhverja áratugi að við höfum bara einhvern X tíma til að bjarga jörðinni - en áfram skröltir hún þó enn blessunin.
Alls konar forríkir "sérfræðingar" fljúga á milli loftslagsráðstefna í einkaþotunum sínum, og undanfarin ár hefur sænsk unglingsstelpa slegist í hópinn til að mótmæla þessari skelfingu, og sannfæra okkur að við öll berum ábyrgð á því að heimurinn sé nánast að farast núna.
Nú eigum við að hætta að borða kjöt til að "bjarga heiminum"
Við étum víst allt of mikið af kjöti, og þessar síprumpandi beljur eru að gera út af við loftslagið að sögn.
Enda er verið að þvinga bændur í þúsundavís til að leggja niður búin sín og fella dýrin, í þágu loftslagsmálanna, eins og í Hollandi og víðar, og hollensk stjórnvöldvinna náið með The World Economic Forum (WEF) að "endurræsingu heimsins" alls.
Svo nú eru þeir komnir með skothelt ráð gegn loftslagsvandanum, við eigum að fara að éta pöddur í staðinn fyrir kjöt.
Hér fjalla þeir um 5 "rök" fyrir því að það að borða skordýr geti dregið úr loftslagsbreytingum.
Klaus Schwab stofnandi WEF og félagar hans í Davos klíkunni eru búnir að ákveða þetta fyrir okkar hönd (reyndar að okkur forspurðum), fyrir utan allt hitt sem þeir hafa planað fyrir okkur mannkynið - einnig að okkur forspurðum.
Og eru því miður á nokkuð góðri leið með að ná að framkvæma áætlanir sínar, enda hafa þær verið lengi í undirbúningi.
"Umhverfisvænir" ástralskir grunnskólar
Yfir 1.000 skólar í Ástralíu eru farnir að gefa börnunum "umhverfisvænar" flögur sem eru framleiddar úr "ætum pöddum", sjá hér, hér og hér.
Kennari frá einum af 1.000 áströlskum skólum sem gefa krökkum snakk úr engisprettudufti spyr: „Eru engisprettur góðar á bragðið?“ Nemandinn kinkar kolli og kennarinn bætir við: „Já. Við skulum borða meira af engisprettum …!’
Innræting eða heilaþvottur - nema hvort tveggja sé?
Breskur grunnskóli býður upp á pöddupizzu
Foreldrar nemendanna fengu nýlega sent bréf þar sem þeir voru beðnir um að samþykkja að börnunum yrði gefnar pöddupizzur að borða, en í einhverjum hönnunaráfanga eiga börnin að stúdera próteinrík matvæli.
Þar á að hanna næringarríkan og próteinríkan pizzu-líkan mat sem gæti hjálpað einhverjum að halda lífi ef þau byggju í frumskóginum.
Enda flytjast mjög mörg þeirra í frumskóginn....
Girnileg pizza, ekki satt?
Breska vefsíðan HugoTalks.com er yfirleitt vel með puttann á púlsinum og birtir reglulega vídeó um það sem er að gerast í heiminum í dag, og er sjaldan eða aldrei fjallað um í meginstraumsfjölmiðlunum.
Þar fjallaði Hugo nýlega um þessar pöddupizzur fyrir börnin, og birti líka vídeó 31. maí - Scientists plan to feed insects to primary schools um þetta pödduát sem á að innræta börnunum þessa hugmynd, svo þau geti haldið innrætingunni áfram til foreldra sinna.
Úrvalið af pöddumat eykst
Markaðir í Evrópu bjóða núna upp á pödduborgara, en ætli þeir séu líklegir til að rjúka út úr hillunum?
Einnig er svo lítið ber á farið að lauma "skordýrahveiti" og öðru innihaldi sem búið er til úr skordýrum í vörur sem eru merktar sem "sjálfbærar" og "næringarríkar".
Ekki eru allir sammála Klaus Schwab og félögum í WEF um að pödduát sé hollt fyrir fólk, og einhverjir vilja meina að það sé stórhættulegt vegna efnis í pöddunum sem aðeins fuglar geta melt.
Það væri kannski ekki vitlaust að fara að lesa betur innihaldslýsingarnar á þeim matvælum sem maður ætlar að kaupa.
Djúpsteiktar tarantúlur með mjölormastöppu í matinn?
Stórstjörnur hafa erlendis verið fengnar til að kynna hugmyndina um pödduát fyrir fólki, og gera það að aðlaðandi tilhugsun.
Á myndinni hérna til vinstri má sjá Angelinu Jolie gæða sér á tarantúlu, og hér má sjá leikkonuna heimsfrægu Nicole Kidman kjamsa á gómsætum pöddum.
Fleiri vídeó má finna á netinu ef fólk hefur áhuga.
En hvernig er best að sannfæra fólk um að láta ótrúlegustu hluti yfir sig ganga?
Problem - reaction - solution taktíkin
Kynnt er til sögunnar einhver yfirvofandi ógn og svo dynja fréttirnar á okkur nánast allan sólarhringinn um hættuna af henni. Við verðum alveg skelfingu lostin og þessar sífelldu fréttir gera ekkert annað en að næra óttann okkar.
En svo er lausn í sjónmáli og allir bíða spenntir eftir henni, enda fáum við endalaust að heyra að hún lofi mjög góðu og með henni verði loksins hægt að binda endi á þessa skelfilegu vá.
Og ca 90% þjóðarinnar hoppaði á vagninn þegar lausnin kom (sprauturnar), og margir þessa dagana eru að fá sér þá fjórðu.
Þetta er þrautreynd taktík sem reynst hefur vel á mannskepnuna í gegn um tíðina, að ná stjórn á henni með stöðugum hræðsluáróðri.
“I believe the human population has always been vulnerable to people who predict doom with false stories”
*Patrick Moore
En vonandi er fólk loksins farið að sjá í gegnum allan hræðsluáróðurinn, lygarnar og ritskoðunina sem er búið er að beita gegn okkur til að fá okkur til að hlýða, og staldri aðeins við og kynni sér hin djöfullegu plön sem búið er að gera um framtíð mannkynsins.
Látum ekki blekkja okkur eina ferðina enn.
Og samþykkjum aldrei að borða skordýr í stað alvöru matar. Tilhugsunin um það veldur manni viðbjóði.
One Comment on “Mun pödduát bjarga okkur út úr loftslagsvánni?”
Áróður guðleysingjana er gegndarlaus og of margir hugsar með sér, ´Þá hlýtur þetta að vera satt og rétt´. Og fyrr en varir er almenningur farin að borða pöddur, á meðan borðar yfirstéttin steikur og hlær af trúgirni sauðanna. Valdaelítan fær síðan af gjöf skattfé til að setja í grænar ´lausnir´ á ´loftslagsvánni´. Þetta er allt skrifað í skýin.