Breski fjármálajöfurinn og fjármálaráðgjafi bresku krúnunnar, Sir Evelyn de Rothschild er látinn, 91 árs að aldri. Í tilkynningu segir að hann hafi „andast friðsamlega að heimili sínu“ í dag, 8. nóvember, segir í frétt Yahoo Finance.
Hann var sleginn til riddara af Elísabetu II Bretadrottningu árið 1989 fyrir störf sín í fjármálaheiminum. Evelyn de Rothschild var af einni frægustu auð- og bankamannaætt heims. Í tíð hans jukust eignir Rothschild-ættarinnar úr 40 milljónum punda í 4,6 milljarða punda.
Hann var einnig þekktur fyrir hrossarækt, verndun fíla og styrki til rannsókna í læknisfræði, menntunar og lista.
4 Comments on “Breski fjármálajöfurinn Sir Evelyn de Rothschild látinn”
Skemmtileg gömul ljósmynd af Kalla prins á tali við yfirmann sinn, sem les yfir hausamótunum á honum:
„Hagaðu þér eins og þér er sagt væni minn, og þá gerum við þig kannski einhvern tímann að kóngi“!
Sammála Birni ..Rotti gamli kaus ákaflega áhugaverðan tíma til að halda í sína hinstu för í fullum tunglmyrkva
RothSchild ..
Rauð skyldir eða The Rothschild’s og Co. eru efstir í fæðukeðjunni á þessari jörð og hafa verið í nokkur hundruð ár.